Jafnréttisnefnd

2043. fundur 31. júlí 2000
Jafnréttisnefnd - Fundargerð
288. fundur
31.07.2000 kl. 16:00 - 17:30
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Sigrún Stefánsdóttir
Páll Jóhannsson
Mínerva Sverrisdóttir
Ingibjörg Sólrún Ingimundardóttir
Hinrik Þórhallsson


1 Starfsáætlun jafnréttisnefndar 2001
Jafnréttisfulltrúi lagði fram drög að starfsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2001.
Eftir umræður og tillögur nefndarinnar var starfskonu falið að vinna áfram með áætlunina.


2 Fjölskyldustefna Akureyrarbæjar
Lagt fram bréf frá formanni Félagsmálasráðs þar sem farið er þess á leit við nefndir bæjarins að þær komi að því að móta fjölskyldustefnu hver fyrir sitt verksvið. Einnig er nefndin beðin að tilnefna tengilið við sviðstjóra félagssviðs vegna ofangreindrar vinnu.
Ákveðið var að taka þessi mál fyrir á næsta fundi. Nefndin tilnefndi jafnréttisfulltrúa sem tengilið við sviðsstjóra félagssviðs.


3 Samþætting
Samnorrænu samþættingarverkefni sem staðið hefur í 3 ár er að ljúka en ÍTA hefur verið þátttakandi í því fyrir hönd Akureyrarbæjar. Lokafundur verður haldinn í Gautaborg í september nk.
Samþykkt var að formaðurinn Sigrún Stefánsdóttir sækti fundinn í Gautaborg sem fulltrúi jafnréttisnefndar.


4 Jafnréttisstofa á Akureyri
Staðsetning Jafnréttisstofu og ráðning framkvæmdastjóra
Jafnréttisnefnd fagnar því að Jafnréttisstofu skuli valinn staður á Akureyri og vonar að gott samstarf verði við starfsfólk hennar í framtíðinni. Jafnframt óskar nefndin nýráðnum framkvæmdastjóra Valgerði H. Bjarnadóttur til hamingju og velfarnaðar í starfi.


5 Önnur mál
a. Ráðning deildarstjóra hjá Akureyrarbæ
b. Kynskipting í sumarstörfa. Jafnréttisnefnd beinir þeirri fyrirspurn til félagsmálaráðs hvort jafnréttisáætlun Akureyrar hafi verið höfð að leiðarljósi við nýlega ráðningu deildarstjóra Búsetu og öldrunardeildar bæjarins.

b. Jafnréttisnefnd felur starfskonu sinni að kanna í hvaða störf kynin sækja við umsóknir í sumarstörf.


--------------------------------------------------
Bæjarráð (03.08. 2000) afgreiddi fundargerðina á eftirfarandi hátt:
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


Fleira ekki gert - fundi slitið kl. 17:20.