Jafnréttisnefnd

1834. fundur 23. október 2000
Jafnréttisnefnd - Fundargerð
291. fundur
23.10.2000 kl. 16:00 - 17:45
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Sigrún Stefánsdóttir
Hinrik Þórhallsson
Ingibjörg S. Ingimundardóttir
Mínerva Sverrisdóttir
Páll Jóhannsson
Elín Antonsdóttir, fundarritari


1 Fjölskyldustefna Akureyrarbæjar
2000100059
Fjallað var um fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar og áherslur sem jafnréttisnefnd vill leggja í því sambandi.
Jafnréttisfulltrúa var falið að fullvinna tillögur nefndarinnar.


2 Siglingaklúbburinn Nökkvi
2000100060
Tekið fyrir bréf frá Siglingaklúbbnum Nökkva þar sem óskað er eftir viðræðum um aðgerðir til þess að auka hlut kvenna í siglingum á Akureyri.
Nefndin fól Sigrúnu Stefánsdóttur, formanni og Páli Jóhannssyni að ganga til viðræðna við Siglingaklúbbinn.


3 Könnun á stöðu ungs fólks á Akureyri
2000090070
Jafnréttisnefnd fór yfir spurningalista vegna könnunar sem nemendur í HA eru að vinna.
Fleira ekki gert - fundi slitið kl. 17:45.