Jafnréttisnefnd

2042. fundur 11. september 2000
Jafnréttisnefnd - Fundargerð
289. fundur
11.09.2000 kl. 16:00 - 18:00


Nefndarmenn : Starfsmenn :
2 Sigrún Stefánsdóttir
3 Páll Jóhannsson
4 Hinrik Þórhallsson
Sigurlaug Þ. Gunnarsdóttir
Elín Sigrún Antonsdóttir/Akureyrarbaer/IS


1 Starfs- og fjárhagsáætlun jafnréttisnefndar
Lokaumræða um starfs- og fjárhagsáætlun jafnréttisnefndar
Jafnréttisnefnd fjallaði um drög starfs- og fjárhagsáætlunar fyrir árið 2001. Gerðar voru nokkrar breytingar og áætlunin síðan samþykkt.


2 Tilraunaverkefni í samstarfi með Stígamótum
Stígamót líka á Akureyri
Lagt fram bréf frá Stígamótum þar sem farið er fram á samvinnu við Akureyrarbæ um 30 vikna reynsluverkefni sem felur í sér ráðgjöf og stofnun sjálfshjálparhópa fórnarlamba ofbeldis á Akureyri. Jafnréttisnefnd telur fulla þörf á að koma þessari starfsemi upp á Norðurlandi og lýsir stuðningi sínum við hana. Nefndin vísar erindinu til félagsmálaráðs og lýsir sig reiðubúna til samstarfs við verkefnið.


3 Rökstuðningur félagsmálaráðs vegna ráðningar deildarstjóra
Lagt fram bréf og rökstuðningur frá félagmálaráði vegna ráðningar deildarstjóra Búsetu- og öldrunardeildar
Umræður.


4 Starfshópur um launajafnrétti
Launamismunur kynjanna hjá Akureyrarbæ
Formaður kynnti niðurstöður starfshóps um launamismun kynjanna hjá Akureyrarbæ. Nefndin lýsti ánægju sinni með starf hópsins og vonar að það skili þeim árangri sem að er stefnt.


5 Önnur mál
Norræna samþættingarverkefnið
Lögð fram skýrsla Skrifstofu jafnréttismála um Norræna samþættingarverkefnið.Fleira ekki gert - fundi slitið kl. 17:40