Jafnréttisnefnd

2041. fundur 02. október 2000
Jafnréttisnefnd - Fundargerð
290. fundur
02.10.2000 kl. 16:00 - 18:00
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Sigrún Stefánsdóttir
Hinrik Þórhallsson
Páll Jóhannsson
Ingibjörg S. Ingimundardóttir
Sigurlaug Gunnarsdóttir
Gunnar Frímannsson


1 Könnun á stöðu ungs fólks á Akureyri
2000090070
Nemendum í Háskólanum á Akureyri hefur verið falið að gera könnun á stöðu ungs fólks á Akureyri.
Nemendurnir komu á fund nefndarinnar. Rætt var um nánari skilgreiningu á viðfangsefni þeirra og áhersla lögð á að könnunin skuli fjalla um jafnrétti kynjanna.


2 Landsfundur jafnréttisnefnda
2000090071
Óskað hefur verið eftir því við jafnréttisnefnd Akureyrar að hún sjái um landsfund jafnréttisnefnda í haust.
Jafnréttisnefnd lýsir sig fúsa til að taka að sér að sjá um landsfundinn.


3 Béf frá Veru
2000090072
Lagt fram bréf frá undirbúningsnefnd um stofnun einkahlutafélags um tímaritið Veru þar sem jafnréttisnefnd er boðið að kaupa hlut í félaginu.
Nefndin hafnar boðinu.Fundi slitið kl. 17.30.