Jafnréttisnefnd

2168. fundur 20. desember 1999

Jafnréttisnefnd 20. desember 1999.
283. fundur.


Ár 1999, mánudaginn 20. desember kl. 16.30 var fundur haldinn í jafnréttisnefnd á Stássinu, Glerárgötu 20.
Undirrituð voru mætt.
Sigrún Stefánsdóttir formaður setti fund.

Þetta gerðist:

1. Samþykkt fyrir jafnréttisnefnd og jafnréttisfulltrúa Akureyrar.

Lögð var fram breytingartillaga að Samþykkt fyrir jafnréttisnefnd og jafnréttisfulltrúa.
Nefndin felur jafnréttisfulltrúa að ganga frá Samþykktinni til bæjarráðs.
2. Kynjahlutföll í bæjarkerfinu.
Samþykkt að fela jafnréttisfulltrúa að vinna greinargott yfirlit yfir kynjahlutföll í nefndaskipan og embættismannakerfi Akureyrarbæjar.
3. Styrkir.
Jafnréttisfulltrúi kynnti að ekki hefðu borist neinar umsóknir frá íþróttafélögum vegna fyrirhugaðra styrkveitinga til jafnréttisverkefna á íþróttasviði. Kynningarbréf fóru út í október en umsóknarfrestur er til 1. febrúar 2000.
4. Dómur.
Nefndin fjallaði um málsgögn máls no. E-59/1999: Kærunefnd jafnréttismála v/Ragnhildar Vigfúsdóttur gegn Akureyrarbæ.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 19.00.

Sigrún Stefánsdóttir
Hinrik Þórhallsson
Ingibjörg S. Ingimundardóttir
Mínerva B. Sverrisdóttir
Páll Jóhannsson
Elín Antonsdóttir
-fundarritari-