Jafnréttisnefnd

2167. fundur 08. nóvember 1999

Jafnréttisnefnd 8. nóvember 1999.
282. fundur.


Ár 1999, mánudaginn 8. nóvember kl. 16.30 var fundur haldinn í jafnréttisnefnd í Ráðhúsi, Geislagötu 9. Undirrituð voru mætt.
Formaður Sigrún Stefánsdóttir setti fund.

Þetta gerðist:

1. Starfsáætlun og fjárhagsáætlun

lögð fram til umfjöllunar og var hún samþykkt samhljóða.

 

2. Opinn borgarafundur.

Formaður kynnti undirbúning og dagskrá að opnum umræðufundi um klámvæðingu og nektardansstaði, sem halda á laugardaginn 13. nóvember n.k.

 

3. Styrkbeiðni.

Jafnréttisnefnd barst beiðni um styrk frá forstöðumönnum upplýsinga- og þjónustumiðstöðvar ungs fólks til að standa að sjálfstyrkingarnámskeiði fyrir stúlkur í 10. bekkjum grunnskólanna.
Samþykkt var að styrkja verkefnið um 100.000 kr. að því tilskyldu að nefndin fái greinargerð um það og ávinning þess.

 

4. Landsfundur jafnréttisnefnda.

Formaður sagði frá landsfundi jafnréttisnefnda og þeim erindum sem þar voru flutt.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið.

Sigrún Stefánsdóttir
Hinrik Þórhallsson
Ingibjörg Sólrún Ingimundardóttir
Páll Jóhannsson
Sigurlaug Þ. Gunnarsdóttir
Elín Antonsdóttir
- fundarritari -