Jafnréttisnefnd

2166. fundur 22. október 1999

Jafnréttisnefnd 22. október 1999.
281. fundur.


Ár 1999, föstudaginn 22. október kl. 16.30 var fundur haldinn í jafnréttisnefnd í Ráðhúsi, Geislagötu 9.
Undirrituð voru mætt.
Formaður Sigrún Stefánsdóttir setti fund.

Þetta gerðist:

1. Jafnréttisfulltrúi kynnti frumdrög að nýrri fjárhags- og starfsáætlun fyrir árið 2000.
        Unnið var með drögin og jafnréttisfulltrúa falið að ganga frá áætlununum.

        Mínerva vék af fundi.

 

2. 24. október.

Jafnréttisfulltrúi skýrði nefndinni frá undirbúningi og dagskrá fyrir 24. október - Kvennafrídaginn.

 

3. Önnur mál.
Samþykkt var að jafnréttisfulltrúi og fulltrúi nefndarinnar sæki landsfund jafnréttisnefnda 30. október n.k.
Nefndinni barst afrit af bréfi sent bæjarstjóra frá Kristjáni Jósteinssyni f.h. Norðandeildar Stéttarfélags íslenskra félagsráðgjafa um meinta klámvæðingu í Akureyrarbæ.
Jafnréttisnefnd samþykkir að leita eftir samvinnu við félagsmálaráð Akureyrar og áfengis- og vímuvarnanefnd um opinn borgarafund um ofangreint mál.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 18.30.

Sigrún Stefánsdóttir
Hinrik Þórhallsson
Páll Jóhannsson
Elín Antonsdóttir