Jafnréttisnefnd

2165. fundur 04. október 1999

Jafnréttisnefnd 4. október 1999.
280. fundur.


Ár 1999, mánudaginn 4. október kl. 16.30 var fundur haldinn í jafnréttisnefnd í Ráðhúsinu, Geislagötu 9.
Undirrituð voru mætt.
Sigrún Stefánsdóttir setti fund.

Þetta gerðist:

1. Starfsáætlun jafnréttisnefndar 1999.

Starfsáætlunin var endurskoðuð. Vel hefur gengið að framfylgja áætluninni og útlit er fyrir að flestöllum þáttum hennar verði komið í framkvæmd fyrir áramót. Samkvæmt starfsáætlun á að halda upp á kvennafrídaginn 24. október.
Nefndin felur starfskonu að skipuleggja dagskrá.

 

2. Jafnréttisviðurkenning ársins 1999.

Jafnréttisnefnd hefur borist bréf dags. 13.09. 1999, þar sem hún er beðin að tilnefna einstakling eða stofnun sem á einn eða annan hátt hafa skarað fram úr á sviði jafnréttismála.
Nefndin samþykkir að tilnefna ......................................

 

3. Landsfundur jafnréttisnefnda.

Borist hefur bréf frá jafnréttisnefnd Kópavogs dags. 20.09. 1999 um landsfund jafnréttisnefnda sem haldinn verður í Kópavogi þann 30. október n.k.
Samþykkt var að fresta afgreiðslu þar til endanleg dagskrá liggur fyrir.

Elín Antonsdóttir vék af fundi.
Páll Jóhannsson tók við ritun fundargerðar.

 

4. Greinargerð jafnréttisfulltrúa.

Nefndin ræddi um greinargerðina frá Elínu Antonsdóttur og fjallaði almennt um starfsauglýsingar, ráðningar og jafnréttismál innan bæjarkerfisins.

 

5. Önnur mál.

Starfsáætlun ársins 2000.
Nefndin felur starfsmanni sínum að vinna drög að starfsáætlun ársins 2000 fyrir næsta fund nefndarinnar.

Fleira ekki fyrir tekið.
Fundi slitið kl. 18.00.

Sigrún Stefánsdóttir
Eygló Birgisdóttir
Hinrik Þórhallsson
Páll Jóhannsson
Sigurlaug Þ. Gunnarsdóttir