Jafnréttisnefnd

2164. fundur 30. ágúst 1999

Jafnréttisnefnd 30. ágúst 1999.
279. fundur.


Ár 1999, mánudaginn 30. ágúst kl. 16.30 var fundur haldinn í jafnréttisnefnd í Ráðhúsinu, Geislagötu 9.
Undirrituð voru mætt.
Sigrún Stefánsdóttir setti fund.

Þetta gerðist:

1. Álit.

Valgerður Bjarnadóttir sem var meðal umsækjenda um starf sviðsstjóra á félagssviði hjá Akureyrarbæ, sem auglýst var til umsóknar í maí s.l. hefur beðið um álit jafnréttisnefndar á ráðningu karls í umrætt embætti.
Í 2.1.1. grein Jafnréttisáætlunar Akureyrarbæjar segir: "Þegar ráða á í stjórnunarstörf innan bæjarkerfisins verði unnið að því að jafna hlut kynjanna, bæði innan bæjarkerfisins og utan."
Samkvæmt framangreindri tilvitnun í jafnréttisáætlun, 1. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla (samþykkt 1991) og með tilliti til núverandi skiptingu kynja er það álit meiri hluta jafnréttisnefndar að bæjarráð hafi átt að ráða konu í auglýsta sviðsstjórastöðu, hafi hún uppfyllt hæfniskröfur.
Hinrik Þórhallsson óskar bókað að hann fallist á rök bæjarstjóra við ráðningu í embætti sviðsstjóra félagssviðs.
2. Námskeið í gerð starfsáætlana í jafnréttismálum.
Jafnréttisnefnd ákveður að námskeiðin verði haldin í lok september.
3. Styrkir 2000.
Jafnréttisnefnd felur Elínu að senda kynningarbréf til formanna íþróttafélaganna um fyrirhugaðar styrkveitingar árið 2000.
4. Landsfundur jafnréttisnefnda.
Umræður um landsfund jafnréttisnefnda.
Elínu falið að afla frekari upplýsinga um tímasetningu og tilhögun.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 18.30.

Sigrún Stefánsdóttir
Hinrik Þórhallsson
Eygló Birgisdóttir
Mínerva B. Sverrisdóttir
Elín Antonsdóttir fundarritari