Jafnréttisnefnd

2163. fundur 05. júlí 1999

Jafnréttisnefnd 5. júlí 1999.
278. fundur.


Ár 1999, 5. júlí kl. 16:30 var fundur haldinn í jafnréttisnefnd í Ráðhúsinu Geislagötu 9. Undirrituð voru mætt.
Sigrún Stefánsdóttir formaður setti fund.

Þetta gerðist:

1. Styrkveitingar

Þrjár umsóknir bárust jafnréttisnefnd í auglýsta styrki til verkefna sem stuðla að auknu jafnrétti meðal bæjarbúa.
Dóróthea Bergs sækir um styrk að upphæð 160.000 kr. til rannsóknarverkefnis: "Konur sem hugsa um eiginmenn með krónískan teppusjúkdóm í lungum." Samþykkt að veita 50.00 kr. til verkefnisins. Jafnréttisnefnd óskar eftir því að umsækjandi haldi fyrirlestur um verkefnið á vegum jafnréttisnefndar.
Ferðastyrkur til 2. og 3. flokks Þórs í kvennaknattspyrnu. Sigurjón Magnússon sækir um fyrir hönd stúlkanna og foreldra þeirra. Samþykkt að veita 120.000 króna styrk að því tilskyldu að jafnréttisnefnd fái greinargerð um ferðina og ávinning hennar.
Átak í kvennaíþróttum hjá KA og Þór. Umsækjendur Svala Stefánsdóttir formaður Þórs og Helga Steinunn Guðmundsdóttir formaður KA. Jafnréttisnefnd er jákvæð en óskar eftir sundurliðun kostnaðar og greinagóðri áætlun um hvernig ætlunin er að nálgast verkefnið og jafna aðstöðumun kynjanna áður en styrkur verður ákveðinn.
2. Erindi vegna ráðingar sviðsstjóra
Jafnréttisnefnd hefur borist erindi frá Valgerði Bjarnadóttur dags. 28. júní þar sem hún óskar eftir áliti nefndarinnar á ráðningu sviðstjóra á Félagssviði hjá Akureyrarbæ. Leiðarljós jafnréttisnefndar er jafnéttisáætlun Akueyrarbæjar sem bæjarstjórn samþykkti í desember sl. Þar stendur m.a. "Með þessari áætlun lýsir bæjarstjórn þeim vilja sínum að jafna stöðu karla og kvenna. Í því skyni þarf sérstaklega að styrkja og bæta hlut kvenna". Jafnframt segir í grein 2.1.1: "Þegar ráða á í stjórnunarstörf innan bæjarkerfisins verði unnið að því að jafna hlut kynjanna, bæði innan bæjarkerfisins og utan" og "Jafnréttissjónarmið skulu metin til jafns við önnur mikilvæg sjónarmið sem ráða við stöðuveitingar." Í samræmi við það sem stendur í inngangi jafnréttisáætlunar að jafnréttisráðgjafi veiti deildum og stofnunum bæjarins, bæjarráði og bæjarstjórn aðstoð og aðhald, beinir jafnréttisnefnd þeirri fyrirspurn til bæjarráðs hvort tekið hafi verið tillit til þessara sjónarmiða við ráðningu í umrætt starf hjá Akureyrarbæ.
Jafnréttisnefnd hefur ekki undir höndum nauðsynleg gögn til þess að taka afstöðu til hæfi einstakra umsækenda þar sem hún hefur einungis umsókn Valgerðar H. Bjarnadóttur. Nefndin felur jafnréttisfulltrúa að afla nánari upplýsinga og óskar eftir rökstuðningi bæjarráðs fyrir ákvörðun sinni um að ráða Karl Guðmundsson viðskiptafræðing í starf sviðsstjóra Félagssviðs.
3. Samþætting og framkvæmd jafnréttisáætlunar
Sigrún Stefándóttir formaður jafnréttisnefndar og Elín Antonsdóttir greindu frá fundi sem þær áttu með Kristjáni Þór Júlíussyni bæjarstjóra þar rætt var m.a. um samþættingu og gerð jafnréttisáætlana hjá deildum og stofnunum bæjarins.
4. Freyja – námskeið fyrir konur
Jafnréttisfulltrúi sagði frá ferð sinni til Svíþjóðar og Freyju - námskeiði fyrir konur sem kenna/þjálfa konur (training for trainers) og lagði fram greinargerð um námskeiðið.
5. Önnur mál

Jafnréttisfulltrúi sagði frá kynningu jafnréttisáætlunar Akureyrarbæjar í deildum og stofnunum bæjarins og góðum undirtektum forstöðumanna og deildarstjóra. Nefndin var ánægð þær upplýsingar.

Fleira ekki tekið fyrir.
Fundi slitið kl. 18:30

Sigrún Stefánsdóttir
Hinrik Þórhallsson
Eygló Birgisdóttir
Páll Jóhannsson
Mínerva B. Sverrisdóttir
Elín Antonsdóttir
-fundarritari-