Jafnréttisnefnd

2162. fundur 07. júní 1999

Jafnréttisnefnd 7. júní 1999.
277. fundur.


Ár 1999, mánudaginn 7. júní kl. 16.30 var fundur haldinn í jafnréttisnefnd í Ráðhúsinu, Geislagötu 9.
Undirrituð voru mætt.
Sigrún Stefánsdóttir formaður setti fund.

Þetta gerðist:

1. Sigríður Stefánsdóttir mætti á fundinn og sagði frá námskeiði í Gautaborg á vegum Nordens Folkliga Akademi, sem haldið verður dagana 12.- 19. júní n.k. og beiðni þess efnis að Elín fulltrúi Jafnréttisnefndar taki þátt í námskeiðinu, bæði sem nemandi og fyrirlesari. Námskeiðið hefur m.a. þann tilgang að efla samvinnu kvenna sem vinna að jafnréttismálum, bæði í heimalandi og á milli landa.
Jafnréttisnefnd samþykkir að greiða ferða- og dagpeningakostnað að upphæð kr. 76.050, sem teknar verða af liðum 02-605-424-1 og 02-605-425-1.
Nefndin óskar eftir að Elín skili greinargerð um námskeiðið.
 
2. Fundir og fræðsla.

Rætt var um fundi á vegum jafnréttisnefndar. Annars vegar fund um launakönnun, haldinn 12. maí s.l. og hins vegar fund um samþættingu, haldinn 28. maí s.l.
Nefndin telur mikilvægt að vinna áfram að þessum málum. Næsta skref verði að óska eftir fundi með bæjarstjóra.
Umræður voru um fyrirhugaðan fund með formönnum íþróttafélaganna vegna styrkveitinga næsta árs. Fundurinn ákveðinn í lok ágúst n.k.

 

3. Styrkveitingar - kynning umsókna.

Elín lagði fram til kynningar umsóknir sem borist hafa vegna auglýstra styrkja jafnréttisnefndar.

 

4. Jafnréttisáætlun Akureyrarbæjar - útgáfa og kynning.

Formaður lagði fram nýútkomna jafnréttisáætlun Akureyrarbæjar og sagði frá boðuðum blaðamannafundi til þess að kynna áætlunina.
Rætt var um áætlunina og hvernig best væri að standa að skilvirku kynningarstarfi.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 18.00.

Sigrún Stefánsdóttir
Hinrik Þórhallsson
Páll Jóhannsson
Mínerva B. Sverrisdóttir
Elín Antonsdóttir
-fundarritari-