Jafnréttisnefnd

2156. fundur 18. janúar 1999

Jafnréttisnefnd 18. janúar 1999.
271. fundur.


Ár 1999, mánudaginn 18. janúar kl. 16.30 var fundur haldinn í jafnréttisnefnd í Ráðhúsinu, Geislagötu 9. Undirrituð voru mætt. Boðuð voru forföll aðalmanns og varamanna Framsóknarflokksins.
Sigrún Stefánsdóttir setti fundinn og óskaði fundarmönnum gleðilegs árs og þakkaði liðið ár.

Þetta gerðist:

1. Farið yfir starfsáætlun jafnréttisnefndar,
sem lögð var fram.
Sigríður Stefánsdóttir og Valgerður H. Bjarnadóttir mættu á fundinn.

 

2. Fræðslufundir og námskeið.
Farið var yfir samkomulag um verkefni Menntasmiðjunnar. Þar kemur fram að fræðslufundir og námskeið á vegum jafnréttisnefndar eru í umsjá Menntasmiðjunnar. Ákveðið að halda fund um launakönnun og launamál í febrúar.
Valgerður fór yfir nokkrar hugmyndir um námskeið og fræðslufundi sem hún hefur áhuga á að koma á fót.
Stefnt er að fundi um samþættingarverkefnið og opnum fundi 8. mars.
Valgerði falið að vinna í þeim málum.

Valgerður vék nú af fundi.

 

3. Útgáfa Jafnréttisáætlunar.
Sigríður ræddi um útgáfu og útlit áætlunarinnar. Voru allir sammála um að áætlunin verði í sama broti og síðast. Rætt um fjölda og dreifingu.
Sigríði falið að láta hanna og vinna útgáfuna.

 

4. Ráðning starfsmanns.
Rætt var um starfssvið væntanlegs starfsmanns og hvar hann verði staðsettur í kerfinu.

 

5. Umsögn um þingsályktunartillögu um jafnræði kynja við fjárveitingar til æskulýðs-, tómstunda- og íþróttastarfs.
Nefndin er efnislega sammála tillögunni.
Sigríði falið að ganga frá svari fyrir nefndina.

Sigríður vék nú af fundi.

6. Skýrsla Skautafélags Akureyrar.
Skýrslan var lögð fram til kynningar.
Nefndin telur skýrsluna lofsverða og tekur undir álit íþrótta- og tómstundaráðs um hana. Fagnar nefndin þessu framtaki félagsins og beinir því til annarra félaga á Akureyri að þau skili af sér skýrslu í sama anda, um hvernig þau ætli að standa að málum.
7. Önnur mál.
a) Lagt fram dreifibréf til sviðsstjóra og deildarstjóra vegna ársskýrslu Akureyrarbæjar.
Sigríði falið að vinna að efnisöflun fyrir nefndina.

b) Jafnréttisnefnd óskar eftir að íþrótta- og tómstundafulltrúi sendi nefndinni skýrslur þær sem berast til ÍTA frá íþróttafélögum um kynjahlutfall í félögunum og stefnu til jafnréttis.

Fleira ekki fyrir tekið.
Fundi slitið kl. 18.10.

Sigrún Stefánsdóttir
Hinrik Þórhallsson
Eygló Birgisdóttir
Páll Jóhannsson