Jafnréttisnefnd

2157. fundur 17. febrúar 1999

Jafnréttisnefnd 17. febrúar 1999.
272. fundur.


Árið 1999, miðvikudaginn 17 febrúar kl. 16:30 kom jafnréttisnefnd saman til fundar að Geislagötu 9, 4 hæð. Undirrituð voru mætt.

Þetta gerðist:

1. Umsóknir um starf stjórnanda á þjónustusviði.

Sigríður Stefánsdóttir kynnti umsóknir um starf á þjónustusviði. Fimm sóttu um starfið Farið var yfir umsóknirnar.
Nefndin felur formanni Sigrúnu Stefánsdóttur að vinna með Sigríði Stefánsdóttur að þessari ráðningu.

 

2. Styrkveitingar Jafnréttisnefndar.

Umræður fóru fram um í hvaða formi styrkveitingar nefndarinnar verði. Á undanförnum árum hafa styrkir verið auglýstir einu sinni á ári til og verið úthlutað til einstaklinga og félagasamtaka sem vinna að verkefnum sem stuðli að auknu jafnrétti kynjanna. Að óbreyttu yrðu einstakir styrkir ekki hærri en kr. 50.000. Annar kostur sem ræddur var er að boða til átaks í jafnréttismálum á einhverju tilteknu sviði og kynna það sérstaklega. Úthlutað yrði þá einum eða tveim styrkjum þar sem upphæðir yrðu hærri. Um yrði að ræða einskonar samkeppni eða átak í jafnréttismálum og myndu viðkomandi aðilar senda inn greinargerð um átakið, sem jafnréttisnefnd og starfsmenn hennar mætu síðan. Jafnréttisnefnd ákveður að á þessu ári verði veittar viðurkenningar til íþróttafélaga sem sýnt geta fram á átak í jafnréttismálum.
Ákveðið hefur verið að útbúa reglur og auglýsingar fyrir næsta fund.

 

3. Styrkumsóknir frá KA og Þór.

Lagt var fram bréf dagsett 27.01. 1999 undirritað af Helgu S. Guðmundsdóttur formanni KA og Svölu Stefánsdóttir formanni Þórs. Efni bréfsins er umsókn um styrk vegna átaks í kvennaíþróttum hjá KA og Þór sem kemur í kjölfar þess að gerður var samstarfssamningur á milli félaganna.
Jafnréttisnefnd getur ekki orðið við þessu erindi, en vísar til bókunar í 2. lið.

 

4. Styrkur ESB til átaksverkefna.

Lagt var fram bréf frá Skrifstofu jafnréttismála þar sem kynntir eru styrkir frá ESB til átaksverkefna á sviði jafnréttismála 1999.
 
5.

....................................

 

6. Fræðslufundur um launakönnun.

Sigríður Stefánsdóttir sagði frá undirbúningi að fræðslufundi um launakönnun sem haldinn verður í apríl í Menntasmiðjunni. Fundurinn frestast þangað til í byrjun apríl, þar sem höfundur launakönnunarinnar kemst ekki fyrr.
Til fundarins verða boðir bæjarfulltrúar, kjaranefnd og ýmsir stjórnendur í bæjarkerfinu.
 
7. Önnur mál.
Hinrik Þórhallsson lagði fram frétt úr dagblaðinu Degi, þar sem fram kemur að bæjarstjórn Árborgar hafi samþykkt að beina því til félagsmálanefndar að kanna hvort jafnræði ríki milli kynjanna varðandi fjárframlög til íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfs.
Jafnréttisnefnd ákveður að fylgjast með þessu máli og telur það til fyrirmyndar.

Fundi slitið kl. 17.50.

Sigrún Stefánsdóttir
Hinrik Þórhallsson
Eygló Birgisdóttir
Páll Jóhannsson
Mínerva B. Sverrisdóttir
Sigríður Stefánsdóttir