Jafnréttisnefnd

2161. fundur 26. apríl 1999

Jafnréttisnefnd 26. apríl 1999.
276. fundur.


Ár 1999, mánudaginn 26. apríl kl. 16.30 var fundur haldinn í jafnréttisnefnd í Ráðhúsinu, Geislagötu 9. Undirrituð voru mætt.
Sigrún Stefánsdóttir formaður setti fund.

Þetta gerðist:

1. Styrkveitingar jafnréttisnefndar.
Samþykkt að veita styrki jafnréttisnefndar á hefðbundinn hátt í ár, en ákvörðun fundar 17.02. 1999 verði frestað til næsta árs.

 

2. Fundur um launakönnun.
Elín sagði frá fundi um launakönnun sem ákveðinn er 12. maí n.k. Á fundinum verða Kristjana Blöndal sem vann könnunina og Hildur Jónsdóttir jafnréttisráðgjafi Reykjavíkur.

 

3. Fundur um samþættingu.
Elín sagði frá því að búið væri að ákveða dagsetningu á fund um samþættingu þann 25. maí n.k. Þar mætir Stefanía Traustadóttir frá Jafnréttisráði og Eiríkur Björgvinsson. Boðaðir verða: bæjarstjórn, jafnréttisnefnd, íþrótta- og tómstundaráð, forstöðumenn deilda og stofnana Akureyrarbæjar og formenn íþróttafélaga.

 

4. Reykjavíkurferð starfsmanns.
Elín sagði frá Reykjavíkurferð sinni í stórum dráttum.

 

5. Önnur mál.
  • Elín sýndi nefndinni fyrsta uppkast af hönnun/prentun jafnréttisáætlunar.
  • Jafnréttisnefnd fól Elínu að sækja um styrk til Vinnumálastofnunar (Jóhönnusjóð) í þeim tilgangi að bjóða námskeið fyrir konur í atvinnusköpun.

Fleira ekki tekið fyrir.
Fundi slitið kl. 18.10.

Sigrún Stefánsdóttir
Hinrik Þórhallsson
Ingibjörg Sólrún Ingimundardóttir
Páll Jóhannsson
Mínerva Björg Sverrisdóttir
Elín Antonsdóttir
- fundarritari-