Jafnréttisnefnd

2160. fundur 08. apríl 1999

Jafnréttisnefnd 8. apríl 1999.
275. fundur.


Ár 1999, fimmtudaginn 8. apríl kl. 16.30 var fundur haldinn í jafnréttisnefnd í Ráðhúsinu, Geislagötu 9. Undirrituð voru mætt.
Sigrún Stefánsdóttir formaður setti fundinn og kynnti nýjan starfsmann Elínu Antonsdóttur fyrir nefndinni.

Þetta gerðist:

1. Starfsáætlun jafnréttisnefndar kynnt.

Farið var yfir samþykkta starfsáætlun og starfsmanni falin ýmis verkefni henni tengd.

 

2. Fundur um launakönnun.

Starfsmaður jafnréttisnefndar kynnti tilhögun og tillögur að tímasetningu á fundi um launakönnun.
Samþykkt að fundurinn verði miðvikudaginn 12. maí n.k.

 

3. Framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum - Svör við fyrirspurn á Alþingi.
Lagt fram til kynningar.
Rætt var um þá hugmynd að gerð yrði viðhorfskönnun meðal starfsmanna Akureyrarbæjar um ýmis atriði er varða jafnrétti almennt.

 

4. Útgáfa jafnréttisáætlunar.
Farið var yfir tilboð um hönnun og prentun jafnréttisáætlunar.
Samþykkt að láta prenta 6000 eintök í tvílit.
Starfsmanni falið að ganga frá samningi við Ásprent h.f.

Sigríður Stefánsdóttir sat fundinn undir 1. lið.

Fleira ekki tekið fyrir.
Fundi slitið kl. 17.45.

Sigrún Stefánsdóttir
Eygló Birgisdóttir
Páll Jóhannsson
Elín Antonsdóttir
-fundarritari-