Jafnréttisnefnd

2158. fundur 01. mars 1999

Jafnréttisnefnd 1. mars 1999.
273. fundur.


Árið 1999, mánudaginn 1. mars kl. 16.30 kom jafnréttisnefnd saman til myndatöku á Ljósmyndastofu Páls. Síðan var fundur að Geislagötu 9, 1. hæð.

Þetta gerðist:

1. Dagskrá opins fundar 8. mars 1999.
Farið yfir tillögur að dagskrá fyrir fund 8. mars n.k. Tillaga B samþykkt og er hún svohljóðandi:

kl. 20.00   Opnun - Sigrún Stefánsdóttir. - Niðurstöður frá ráðstefnu kvenréttindafélagsins 6. mars.
kl. 20.30 Leikur, dans eða tónlist.
kl. 20.45 Valgerður H. Bjarnadóttir - Skapandi nám að skapi kvenna.
kl. 21.15 Berglind Hallgrímsdóttir - Samband menntunar og möguleika kvenna á vinnumarkaði.
kl. 21.45 Óformlegar umræður og léttar veitingar.
kl. 22.15 Opnar umræður um erindin og stöðu kvenna.
kl. 23.00   Dagskrárlok.
 
2. Farið yfir reglur um styrkveitingar á árinu 1999.
Gerðar lítillegar breytingar og samþykktar.
Starfsmanni nefndarinnar falið að annast kynningu á átakinu.

 

3. Farið yfir samþykkt fyrir jafnréttisnefndina. Hún samþykkt og send til bæjarráðs.

 
4. Sigrún Stefánsdóttir sagði frá viðtölum við umsækjendur að starfi á þjónustusviði.

 

5. Samþykkt að breyta fundartímanum.

Fundi slitið kl. 17.45.

Sigrún Stefánsdóttir
Mínerva B. Sverrisdóttir
Páll Jóhannsson
Eygló Birgisdóttir
Hinrik Þórhallsson