Íþróttaráð

131. fundur 02. maí 2013 kl. 14:00 - 14:55 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Tryggvi Þór Gunnarsson formaður
  • Helga Eymundsdóttir
  • Þorvaldur Sigurðsson
  • Páll Jóhannesson
  • Erlingur Kristjánsson
  • Jón Einar Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
  • Örvar Sigurgeirsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir fundarritari
Dagskrá
Páll Jóhannesson S-lista mætti í forföllum Árna Óðinssonar.

1.Ánægja með aðstöðu til íþróttaiðkunar - þjónustukönnun 2012

Málsnúmer 2013040221Vakta málsnúmer

Aðstaða til íþróttaiðkunar á Akureyri; niðurstöður úr þjónustukönnun í nóvember 2012 lagðar fram til kynningar.

2.Bílaklúbbur Akureyrar - Umsókn um notkun á fjölnotahúsinu Boganum.

Málsnúmer 2013040200Vakta málsnúmer

Erindi dags. 18. apríl 2013 frá Einari Gunnlaugssyni formanni Bílaklúbbs Akureyrar þar sem sótt er um leyfi til notkunar á Boganum þann 17. júní 2013 til að halda hina árlegu bílasýningu félagsins.

Íþróttaráð felur formanni og forstöðumanni íþróttamála/framkvæmdastjóra að funda með fulltrúum Bílaklúbbs Akureyrar, Íþróttafélagsins Þórs og heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra áður en ákvörðun verður tekin.

3.Cirkus Flik Flak - styrkbeiðni 2013

Málsnúmer 2013040240Vakta málsnúmer

Á fundi sínum 30. apríl sl. vísaði samfélags- og mannréttindaráð eftirfarandi erindi til íþróttaráðs: Erindi dags. 25. janúar 2013 frá Hreiðari Erni Zoega Stefánssyni f.h. danska barna og unglinga sirkusins Circus Flik Flak þar sem óskað er eftir aðstoð sveitarfélagsins vegna dvalar hópsins á Akureyri dagana 3. - 6. júlí. Jafnframt er óskað eftir því að hópurinn fái frítt í sund þessa daga.

Íþróttaráð felur forstöðumanni Sundlaugar Akureyrar að hafa samband við bréfritara og kynna þann hópafslátt sem er í boði.

Fundi slitið - kl. 14:55.