Íþróttaráð

122. fundur 06. desember 2012 kl. 14:00 - 15:55 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Tryggvi Þór Gunnarsson formaður
  • Helga Eymundsdóttir
  • Þorvaldur Sigurðsson
  • Árni Óðinsson
  • Erlingur Kristjánsson
  • Anna Jenný Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Jón Einar Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
  • Örvar Sigurgeirsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ellert Örn Erlingsson fundarritari
Dagskrá

1.Íþróttafélagið Þór - leigutímar í Boganum, haustönn 2012

Málsnúmer 2012120016Vakta málsnúmer

Erindi dags. 27. nóvember 2012 frá Íþróttafélaginu Þór þar sem óskað er eftir að leigutekjur af Boganum haustið 2012 renni til félagsins.
Árni Óðinsson S-lista vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.
Eiður Arnar Pálmason framkvæmdastjóri Þórs sat fundinn undir umræðum þessa liðar, en vék af fundi áður en til afgreiðslu kom.

Íþróttaráð getur ekki orðið við erindinu.

2.Íþróttafélagið Þór - kaup Akureyrarbæjar á gámum fyrir sjónvarpsaðstöðu á Þórsvelli

Málsnúmer 2012120017Vakta málsnúmer

Erindi dags. 27. nóvember 2012 frá Íþróttafélaginu Þór þar sem óskað er eftir því að Akureyrarbær kaupi gáma af félaginu sem notaðir eru fyrir sjónvarpsupptökur á Þórsvelli.
Árni Óðinsson S-lista vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.
Eiður Arnar Pálmason framkvæmdastjóri Þórs sat fundinn undir umræðum þessa liðar, en vék af fundi áður en til afgreiðslu kom.

Íþróttaráð getur ekki orðið við erindinu.

3.Íþóttafélagið Þór - aðkoma Akureyrarbæjar að breytingum á anddyri Hamars/Bogans

Málsnúmer 2012120018Vakta málsnúmer

Erindi dags. 27. nóvember 2012 frá Íþróttafélaginu Þór þar sem óskað er eftir þátttöku Akureyrarbæjar í kostnaði við framkvæmdir á anddyri félagsheimilis Þórs.
Árni Óðinsson S-lista vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.
Eiður Arnar Pálmason framkvæmdastjóri Þórs sat fundinn undir umræðum þessa liðar, en vék af fundi áður en til afgreiðslu kom.

Íþróttaráð tekur undir hugmyndir um endurbætur á anddyri Hamars og vísar erindinu til stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar.

4.Sundlaug Akureyrar - opnunartímar

Málsnúmer 2012020044Vakta málsnúmer

Umræður um opnunartíma Sundlaugar Akureyrar um jól og áramót.
Elín H. Gísladóttir forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar og Katrín Björg Ríkarðsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindardeildar sátu fundinn undir þessum lið.

Íþróttaráð hefur tekið ákvörðun um að ekki verði bætt við opnunartíma Sundlaugar Akureyrar um jól og áramót 2012. Skoðaðir verða möguleikar á slíkum opnunum á næsta ári.

5.Sundlaug Akureyrar - afsláttur fyrir hópa

Málsnúmer 2012020042Vakta málsnúmer

Elín H. Gísladóttir forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar kynnti tillögur að tilboðum og afsláttum fyrir hópa og fyrirtæki í Sundlaug Akureyrar.
Katrín Björg Ríkarðsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindardeildar sat fundinn undir þessum lið.

Íþróttaráð samþykkir fyrirlagðar hugmyndir forstöðumanns Sundlaugar Akureyrar og felur honum að vinna málið áfram með forstöðumanni íþróttamála.

6.Ice-Husky félagið - skíðagöngubraut í Hlíðarfjalli

Málsnúmer 2012110115Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi sem bæjarráð vísaði til íþróttaráðs á fundi sínum þann 22. nóvember sl. varðandi áhuga Ice-Husky félagsins að fá aðgang að skíðagöngubrautinni í Hlíðarfjalli í einn dag í vetur fyrir sleðakeppni Huskyhunda.

Íþróttaráð samþykkir fyrirlagt erindi og felur forstöðumanni íþróttamála og forstöðumanni Hlíðarfjalls að vinna málið áfram.

7.Ráðstöfun á styrk Akureyrarbæjar til ÍBA

Málsnúmer 2012120019Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf dags. 21. nóvember 2012 frá stjórn ÍBA varðandi ráðstöfun á styrk Akureyrarbæjar til ÍBA.

8.Fjárhagsáætlun - íþróttamál 2013

Málsnúmer 2012080030Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun íþróttamála fyrir árið 2013 yfirfarin.
Katrín Björg Ríkarðsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindardeildar sat fundinn undir þessum lið.

Fundi slitið - kl. 15:55.