Íþróttaráð

112. fundur 07. júní 2012 kl. 14:00 - 15:55 Íþróttahöllin
Nefndarmenn
  • Nói Björnsson formaður
  • Helga Eymundsdóttir
  • Þorvaldur Sigurðsson
  • Árni Óðinsson
  • Erlingur Kristjánsson
  • Dýrleif Skjóldal áheyrnarfulltrúi
  • Jón Einar Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Íþróttaráð - heimsóknir í íþróttamannvirki

Málsnúmer 2011040054Vakta málsnúmer

Farin var skoðunarferð um Íþróttahöllina.

Íþróttaráð þakkar forstöðumanni Íþróttahallarinnar fyrir leiðsögn um svæðið. Húsið sem verður 30 ára á árinu ber aldurinn vel og hefur verið vel við haldið.

2.Hjólað í vinnuna 2012

Málsnúmer 2012040053Vakta málsnúmer

Á fundi sínum 26. apríl sl. samþykkti íþróttaráð að veita viðurkenningu þeim vinnustað Akureyrarbæjar sem stæði sig best í átakinu Hjólað í vinnuna.

Íþróttaráð fagnar góðri þátttöku Akureyringa í átakinu, sem m.a. skilaði sveitarfélaginu í annað sæti í heildarstigakeppni sveitarfélaga. Íþróttaráð hyggst veita leikskólanum Pálmholti, Síðuskóla og Amtsbókasafninu viðurkenningu fyrir mjög góðan árangur í átakinu Hjólað í vinnuna 2012.

3.Styrktarsjóður EBÍ 2012

Málsnúmer 2012050185Vakta málsnúmer

5. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 31. maí 2012:
Erindi dags. 22. maí 2012 frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands varðandi umsóknir í styrktarsjóð EBÍ 2012.
Bæjarráð hvetur nefndir og deildir bæjarins til að skoða verkefni sem falla undir reglur sjóðins og senda tillögur til bæjarstjóra fyrir 1. júlí nk.

Reglur sjóðsins lagðar fram til kynningar.

4.Íþróttanefnd ríkisins - kynnisferð 2012

Málsnúmer 2012060052Vakta málsnúmer

Sagt frá fyrirhugaðri kynnisferð íþróttanefndar ríkisins til Akureyrar 13. júní nk.

Íþróttaráð fagnar komu íþróttanefndar ríkisins til Akureyrar og vonast til að heimsókn nefndarinnar verði öllum hlutaðeigandi aðilum nytsamleg.

Fundi slitið - kl. 15:55.