Íþróttaráð

102. fundur 08. desember 2011 kl. 14:00 - 16:00 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Nói Björnsson formaður
  • Helga Eymundsdóttir
  • Þorvaldur Sigurðsson
  • Árni Óðinsson
  • Erlingur Kristjánsson
Dagskrá

1.Forstöðumaður íþróttamála

Málsnúmer 2011120008Vakta málsnúmer

Lögð fram drög dags. í nóvember 2011 að starfslýsingu forstöðumanns íþróttamála.
Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri kynnti tillögu meirihlutans að breytingu á starfi íþróttafulltrúa íþróttadeildar í starf forstöðumanns íþróttamála á samfélags- og mannréttindadeild.

Meirihluti íþróttaráðs samþykkir drögin fyrir sitt leyti og leggur til að starf forstöðumanns íþróttamála verði auglýst sem fyrst.

Árni Óðinsson S-lista og Erlingur Kristjánsson B-lista sátu hjá við afgreiðslu.

2.Leiga húsnæðis grunnskóla og æskulýðs- og íþróttamannvirkja til gistihópa

Málsnúmer 2011110096Vakta málsnúmer

6. liður í fundargerð skólanefndar dags. 21. nóvember 2011:
Fyrir fundinn voru lagðar reglur um leigu húsnæðis grunnskóla og æskulýðs- og íþróttamannvirkja til endurskoðunar, en þessar reglur voru síðast endurskoðaðar árið 2008.
Skólanefnd samþykkir að stofna vinnuhóp til að endurskoða reglurnar og að hópurinn verði þannig skipaður að í honum eigi skólanefnd, íþróttaráð, samfélags- og mannréttindaráð, Akureyrarstofa, skólastjórar grunnskóla og ÍBA fulltrúa. Skólanefnd samþykkir að fulltrúi nefndarinnar verði Preben Jón Pétursson, kt. 290766-4439 og verður hann formaður vinnuhópsins.

Ráðið samþykkir að Þorvaldur Sigurðsson, kt. 020175-4009, verði fulltrúi íþróttaráðs í vinnuhópnum.

3.Vinir Hlíðarfjalls

Málsnúmer 2011120027Vakta málsnúmer

Tölvupóstur dags. 1. desember 2011 frá Steingrími Birgissyni f.h. Vina Hlíðarfjalls þar sem kannaður er áhugi Akureyrarbæjar á áframhaldandi samstarfi.

Íþróttaráð tekur jákvætt í erindið og leggur til að formaður ráðsins ræði við bréfritara um framhald verkefnisins.

4.Ályktun frá 47. sambandsþingi UMFÍ - 2011

Málsnúmer 2011120004Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dags. 29. nóvember 2011 frá Sæmundi Runólfssyni f.h. stjórnar UMFÍ þar sem vakin er athygli á tillögum sem samþykktar voru á 47. sambandsþingi Ungmennafélags Íslands sem haldið var í Menningarhúsinu Hofi, Akureyri dagana 15.- 16. október 2011.

Fundi slitið - kl. 16:00.