Íþróttaráð

91. fundur 05. maí 2011 kl. 14:00 - 15:30 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Nói Björnsson formaður
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Þorvaldur Sigurðsson
  • Árni Óðinsson
  • Erlingur Kristjánsson
Starfsmenn
  • Kristinn H. Svanbergsson fundarritari
Dagskrá

1.Hjólað í vinnuna 2011

Málsnúmer 2011040088Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dags. 12. apríl 2011 frá Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands þar sem vinnustaðakeppnin Hjólað í vinnuna er kynnt en verkefnið mun standa frá 4.- 24. maí 2011.

Íþróttaráð fagnar því að verkefnið skuli vera komið af stað og að almenn þátttaka hafi verið að aukast á undanförnum árum.

Íþróttaráð hvetur fyrirtæki og einstaklinga á Akureyri til þátttöku í verkefninu og taka þannig þátt í að auka almenna lýðheilsu Akureyringa.

2.Hreystivöllur

Málsnúmer 2011050015Vakta málsnúmer

Erindi dags. 13. apríl 2011 frá hreyfihópi Lundarskóla þar sem óskað er eftir því að tekin verði til athugunar bygging hreystivallar eins og þeirra sem notaðir eru í skólahreysti. Ef slíkur völlur yrði að veruleika þá er það tillaga hópsins að hann yrði staðsettur við brettavöllinn við Háskólann.

Íþróttaráð þakkar hreyfihópi Lundarskóla innsent erindi og telur áhugavert að koma upp sérstökum æfingavelli sem myndi nýtast til almennrar líkamsræktar.

Íþróttaráð felur framkvæmdastjóra íþróttadeildar að ræða við fulltrúa framkvæmdadeildar með það að markmiði að koma slíkum velli á framkvæmdaáætlun á næstu misserum.

Fundi slitið - kl. 15:30.