Íþróttaráð

94. fundur 18. ágúst 2011 kl. 14:00 - 15:30 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Nói Björnsson formaður
  • Helga Eymundsdóttir
  • Þorvaldur Sigurðsson
  • Erlingur Kristjánsson
Starfsmenn
  • Kristinn H. Svanbergsson fundarritari
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2012 - íþróttaráð

Málsnúmer 2011080055Vakta málsnúmer

Lagt fram fjárhagsáætlunarferli fyrir fjárhagsáætlun 2012.

2.Siglingaklúbburinn Nökkvi - styrkbeiðni vegna kaupa á nýjum björgunarbáti

Málsnúmer 2011080054Vakta málsnúmer

Erindi dags. 25. júlí 2011 frá Rúnari Þór Björnssyni f.h. Siglingaklúbbsins Nökkva þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 1.000.000 til kaupa á nýjum björgunarbáti fyrir starfsemi félagsins við Höepfnersbryggju.

Íþróttaráð telur nauðsynlegt að bæta öryggismál Siglingaklúbbsins Nökkva og samþykkir fyrir sitt leyti styrk að upphæð kr. 1.000.000 til verkefnisins.

Íþróttaráð vísar erindinu til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.

Fundi slitið - kl. 15:30.