Íþróttaráð

85. fundur 13. janúar 2011 kl. 14:00 - 15:00 Fundarsalur á 4. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Nói Björnsson formaður
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Þorvaldur Sigurðsson
  • Árni Óðinsson
  • Erlingur Kristjánsson
Starfsmenn
  • Kristinn H. Svanbergsson fundarritari
Dagskrá

1.Fundaáætlun íþróttaráðs 2011

Málsnúmer 2011010052Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að fundaáætlun íþróttaráðs fyrir fyrri hluta starfsársins 2011.

Íþróttaráð samþykkir fyrirliggjandi fundaáætlun.

2.Siglingaklúbburinn Nökkvi - styrkbeiðni vegna kaupa á bát

Málsnúmer 2010120111Vakta málsnúmer

Tölvupóstur dags. 17. desember 2010 frá Rúnari Þór Björnssyni f.h. stjórnar Nökkva þar sem óskað er eftir styrk vegna kaupa á bát.

Íþróttaráð samþykkir að veita Siglingaklúbbnum Nökkva styrk að upphæð kr. 200.000 vegna kaupa á bát fyrir barna- og unglingastarf klúbbsins.

3.Starfsáætlun íþróttaráðs 2011-2013

Málsnúmer 2011010053Vakta málsnúmer

Kynning á vinnu við starfsáætlun íþróttaráðs.

Fundi slitið - kl. 15:00.