Íþróttaráð

93. fundur 09. júní 2011 kl. 14:00 - 16:00 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Nói Björnsson formaður
  • Geir Kristinn Aðalsteinsson
  • Þorvaldur Sigurðsson
  • Erlingur Kristjánsson
  • Pétur Maack Þorsteinsson
Starfsmenn
  • Kristinn H. Svanbergsson fundarritari
Dagskrá

1.Reglur um húsaleigu- og æfingastyrki til aðildarfélaga ÍBA

Málsnúmer 2011060022Vakta málsnúmer

Fulltrúar í stjórn ÍBA mættu á fundinn og gerðu grein fyrir nýtingu úthlutaðra æfingatíma í íþróttamannvirkjum Akureyrarkaupstaðar.

Rætt um reglur um húsaleigu- og æfingastyrki fyrir aðildarfélög ÍBA. Ákveðið að setja á fót vinnuhóp sem hefur það markmið að endurskoða reglur og vinnulag ásamt því að leggja ný drög fyrir íþróttaráð.

Íþróttaráð skipar Nóa Björnsson og Erling Kristjánsson sem fulltrúa sína í vinnuhópinn og óskar eftir því við stjórn ÍBA að hún skipi einnig tvo fulltrúa í vinnuhópinn.

2.Körfuknattleiksdeild Þórs - ósk um afnot af íþróttasal Glerárskóla

Málsnúmer 2011060023Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 7. júní 2011 frá Sigfúsi Ólafi Helgasyni f.h. Íþróttafélagsins Þórs þar sem óskað er eftir afnotum af íþróttasal í íþróttahúsi Glerárskóla frá 14. júni til og með 19. ágúst í sumar. Tilefnið er að starfrækja körfuboltaskóla fyrir unga körfuboltaáhugamenn og konur.

Íþróttaráð samþykkir erindið með þeim skilyrðum að það hafi ekki áhrif á samþykkta fjárhagsáætlun fyrir starfsárið 2011 og felur framkvæmdastjóra íþróttadeildar í samvinnu við forstöðumann Íþróttamiðstöðvarinnar við Glerárskóla að klára málið með forsvarsmönnum Íþróttafélagsins Þórs.

3.Fundaáætlun íþróttaráðs 2011

Málsnúmer 2011010052Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að fundadagskrá íþróttaráðs haustið 2011.

Íþróttaráð samþykkir fyrirliggjandi drög.

Fundi slitið - kl. 16:00.