Húsnæðisnefnd

3078. fundur 15. maí 2002

Húsnæðisnefnd - Fundargerð
10. fundur 2002
15.05.2002 kl. 08:00 - 09:45
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Jóhann G. Sigurðsson, formaður
Alfreð Almarsson
Einar Hjartarson
Eygló Birgisdóttir
Halla M. Tryggvadóttir fundarritari
Jón Heiðar Daðason
1 Forkaupsréttur á íbúðum í félagslega kerfinu
2002030071
Tekið fyrir að nýju erindi úr viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 11. mars 2002 sem bæjarráð vísaði til nefndarinnar með ósk um umsögn: Er það stefna hjá Akureyrarbæ að hafa forkaupsrétt á íbúðum í félagslega kerfinu?
Húsnæðisnefnd Akureyrar hefur í framhaldi af erindi úr viðtalstíma bæjarfulltrúa farið yfir kaupskyldu og forkaupsrétt á félagslegum íbúðum. Húsnæðisnefnd hefur kannað kosti og galla þess að falla frá kaupskyldu og forkaupsrétti eða stytta forkaupsrétt. Verði fallið frá forkaupsrétti eða hann styttur um meira en 10 ár lendir hluti íbúðareigenda í tapi við sölu íbúða sinna.
Húsnæðisnefnd Akureyrar leggur því til að forkaupsréttur verði styttur um 10 ár þ.e. verði 20 ár frá útgáfu afsals og að ekki verði fallið frá kaupskyldu.

Bæjarráð 16. maí 2002
Bæjarstjórn 21. maí 2002


2 Viðbótarlán
Afgreiðsla umsókna um viðbótarlán.
Umsókn nr.
02-048 samþykkt.
02-050 samþykkt.
02-052 hafnað þar sem greiðslumatið uppfyllir ekki skilyrði Íbúðalánasjóðs.

Fundi slitið.