Húsnæðisnefnd

3069. fundur 24. apríl 2002

Húsnæðisnefnd - Fundargerð
8. fundur 2002
24.04.2002 kl. 08:00 - 10:00
Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Jóhann G. Sigurðsson, formaður
Alfreð Almarsson
Eygló Birgisdóttir
Einar Hjartarson
Páll Jóhannsson
Halla M. Tryggvadóttir
Jón Heiðar Daðason
Anna Lísa Baldursdóttir, fundarritari


1 Innlausn félagslegrar íbúðar
Tillaga að ráðstöfun innleystrar félagslegrar íbúðar nr. 02-012.
Innlausn félagslegrar íbúðar nr. 02-012 samþykkt og seld á frjálsum markaði.


2 Vestursíða 28 302
Kauptilboð í Vestursíðu 28 302.
Samþykkt.


3 Víðlundur 8F
Kauptilboð í Víðilund 8F.
Samþykkt.


4 Viðbótarlán
Afgreiðsla umsókna um viðbótarlán.
Umsókn nr.:
02-037 samþykkt.
02-040 samþykkt.5 Forkaupsréttur á íbúðum í félagslega kerfinu
2002030071
Tekið fyrir að nýju erindi úr viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 11. mars 2002 sem bæjarráð vísaði til nefndarinnar með ósk um umsögn: Er það stefna hjá Akureyrarbæ að hafa forkaupsrétt á íbúðum í félagslega kerfinu?
Frumvarp til breytinga á lögum um húsnæðismál sem lagt var fram á Alþingi 8. apríl sl. rætt.
Afgreiðslu frestað þar sem ekki liggur fyrir hvort frumvarp til breytinga á lögum um húsnæðismál verður samþykkt.


6 Beiðni um heimild til dagmóðurstarfa
Bréf dags. 23. apríl 2002 þar sem Jónheiður Pálmey Halldórsdóttir sækir um heimild til að stunda dagmóðurstörf í Keilusíðu 1D.
Samþykkt að uppfylltum skilyrðum skóladeildar um leyfi til vistunar í heimahúsi.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið.