Húsnæðisnefnd

3055. fundur 10. apríl 2002

Húsnæðisnefnd - Fundargerð
7. fundur 2002
10.04.2002 kl. 08:00 - 09:45
Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Jóhann G. Sigurðsson, formaður
Alfreð Almarsson
Einar Hjartarson
Eygló Birgisdóttir
Páll Jóhannsson
Halla M. Tryggvadóttir
Jón Heiðar Daðason
Anna Lísa Baldursdóttir, fundarritari


1 Innleystar félagslegar íbúðir
Tillaga að ráðstöfun innleystra félagslegra íbúða nr. 02-009, 02-011 og 02-012.
Innlausn íbúðar nr. 02-009 frestað, íbúðar nr. 02-010 samþykkt og seld á frjálsum, 02-011 frestað.


2 Beiðni um nafnaskipti
Lögð fram beiðni dags. 11. desember 2001 um nafnaskipti á félagslegri íbúð v/skilnaðar.
Samþykkt.


3 Lindasíða 2 - 602
Kauptilboð í Lindasíðu 2 - 602.
Samþykkt.


4 Viðbótarlán
Afgreiðsla viðbótarlána.
Umsókn nr.:
02-026 samþykkt.
02-034 samþykkt.
02-035 samþykkt.5 Beiðni um undanþágu
Erindi dags. 5. apríl 2002 þar sem beðið er um undanþágu frá reglum um viðbótarlán vegna þriggja ára reglunnar.
Erindinu er hafnað.


6 Staða viðbótarlána
Staða viðbótarlána kynnt.
Lagt fram til kynningar. Samþykktar hafa verið 27 nýjar lánsumsóknir vegna viðbótarlána fyrstu þrjá mánuði ársins að upphæð 43.000.000 sem nemur um 20% af heimildum ársins. Auk þess hafa verið samþykktar 9 yfirtökur á eldri lánum.


7 Forkaupsréttur á íbúðum í félagslega kerfinu
2002030071
Erindi úr viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 11. mars 2002 sem bæjarráð vísaði til nefndarinnar með ósk um umsögn: Er það stefna hjá Akureyrarbæ að hafa forkaupsrétt á íbúðum í félagslega kerfinu?
Frumvarp til breytinga á lögum um húsnæðismál sem lagt var fram á Alþingi 8. apríl sl. rætt.
Starfsmönnum húsnæðisnefndar falið að vinna áfram að greinargerð um félagslegar íbúðir á Akureyri í samræmi við umræður á fundinum.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið.