Húsnæðisnefnd

3050. fundur 20. mars 2002

Húsnæðisnefnd - Fundargerð
6. fundur 2002
20.03.2002 kl. 08:00 - 09:30
Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Jóhann G. Sigurðsson formaður
Eygló Birgisdóttir
Einar Hjartarson
Alfreð Almarsson
Páll Jóhannsson
Halla M. Tryggvadóttir
Jón Heiðar Daðason
Anna Lísa Baldursdóttir fundarritari1 Innleystar félagslegar íbúðir
Tillaga að ráðstöfun innleystra félagslegra íbúða nr. 02-006, 02-007 og 02-008.
Samþykkt innlausn íbúða nr. 02-006, 02-007 og 02-008.
Samþykkt að selja íbúðir nr. 02-006, 02-007 og 02-008 á frjálsum markaði.

Bæjarstjórn 9. apríl 2002


2 Víðilundur 18G
Lagt fram kauptilboð í Víðilund 18G.
Samþykkt.


3 Forkaupsréttur á íbúðum í félagslega kerfinu
2002030071
Erindi úr viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 11. mars 2002 sem bæjarráð vísaði til nefndarinnar með ósk um umsögn. Er það stefna hjá Akureyrarbæ að hafa forkaupsrétt á íbúðum í félagslega kerfinu?
Erindið kynnt, afgreiðslu frestað. Óskað er eftir frekari gögnum um málið.


4 Fjárhagsáætlun leiguíbúða Akureyrarbæjar
Fjárhagsáætlun leiguíbúða Akureyrarbæjar 2002.
Lögð fram til kynningar.


5 Viðbótarlán
Afgreiðsla umsókna um viðbótarlán.
Umsókn nr.:
02-026 synjað vegna hámarks kaupverðs.
02-028 samþykkt.
02-031 samþykkt.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið.