Húsnæðisnefnd

3020. fundur 06. mars 2002

Húsnæðisnefnd - Fundargerð
5. fundur 2002
06.03.2002 kl. 08:00 - 10:00
Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Jóhann G. Sigurðsson formaður
Alfreð Almarsson
Eygló Birgisdóttir
Einar Hjartarson
Páll Jóhannsson
Halla M. Tryggvadóttir
Jón Heiðar Daðason
Anna Lísa Baldursdóttir fundarritari


1 Innleystar félagslegar íbúðir
Tillaga að ráðstöfun félagslegra íbúða nr. 02-003, 02-004 og 02-005.
Samþykkt innlausn á íbúð nr. 02-004.
Samþykkt að selja íbúðir nr. 02-003 og 02-004 á frjálsum markaði.
Samþykkt að breyta íbúð nr. 02-005 í leiguíbúð á 2,4% vöxtum.2 Múlasíða 5G
Lagt fram kauptilboð í Múlasíðu 5G.
Samþykkt.


3 Leiguíbúðir Akureyrar - yfirlit
2001080006
Upplýsingar um leiguíbúðir Akureyrar júlí - desember 2001.
Biðlisti eftir leiguíbúðum lengdist á árinu 2001. 31. desember 2000 voru samtals 59 umsækjendur á biðlista, þar af voru 10 að sækja um flutning. Í lok árs 2001 hafði umsækjendum fjölgað í 86, þar af voru 14 að sækja um flutning. 6 nýjum íbúðum var breytt í leiguíbúðir, ein íbúð var seld og 5 voru eða verða rifnar árið 2002.


4 Húsaleigubætur leigjenda Akureyrarbæjar
Upplýsingar um húsaleigubótagreiðslur til leigjenda Akureyrarbæjar.
Innheimt leigufjárhæð á mánuði vegna 215 leiguíbúða Akureyrarbæjar nemur kr. 6.171.931 en heildarfjárhæð húsaleigubóta nemur kr. 2.147.595 á mánuði, mismunur er kr. 4.024.337.


5 Viðbótarlán
Afgreiðsla umsókna um viðbótarlán.
Umsókn nr.:
02-022 samþykkt.
02-024 synjað vegna núverandi tekna.
02-026 frestað vegna skorts á upplýsingum.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið.