Húsnæðisnefnd

2956. fundur 09. janúar 2002

Húsnæðisnefnd - Fundargerð
1. fundur 2002
09.01.2002 kl. 08:00 - 09:10
Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Jóhann Sigurðsson formaður
Eygló Birgisdóttir
Einar Hjartarson
Alfreð Almarsson
Páll Jóhannsson
Halla M. Tryggvadóttir
Jón Heiðar Daðason
Anna Lísa Baldursdóttir fundarritari


1 Snægil 15-101
Lagt fram kauptilboð í Snægil 15-101.
Samþykkt.


2 Beiðni um nafnaskipti
Lögð fram beiðni dags. 11. desember 2001 um nafnaskipti á félagslegri íbúð v/skilnaðar.
Hafnað vegna ónógrar greiðslugetu.


3 Beiðni um nafnaskipti
Lögð fram beiðni dags. 27. desember 2001 um nafnaskipti á félagslegri íbúð v/skilnaðar.
Samþykkt með fyrirvara um samþykki Íbúðalánasjóðs.


4 Heimild til veitingar viðbótarlána úr Íbúðalánasjóði á árinu 2002
2001090039
Stjórn íbúðalánasjóðs samþykkti á fundi sínum 12. desember 2001 að veita Akureyrarbæ heimild til úthlutunar viðbótarlána á árinu 2002 að upphæð kr. 230.000.000. Sótt var um þá upphæð.


5 Úthlutun viðbótarlána
Afgreiðsla umsókna um viðbótarlán.
Umsókn nr.:
01-191 synjað vegna núverandi tekna.
02-002 samþykkt.6 Úttekt leiguhúsnæðis
Lögð fram tillaga um breytingu á fyrirkomulagi úttektar á leiguhúsnæði skv. ákvæði í 69. grein húsaleigulaga nr. 36/1994 en samkvæmt samþykki bæjarstjórnar frá 24. janúar 1995 með tillvísun í 69. og 83 grein laganna var húsnæðisnefnd Akureyrar falin framkvæmd þeirra verkefna sem lögin að öðrum kosti gera ráð fyrir að skuli vera verkefni byggingarfulltrúa sveitarfélaga.
Frestað til næsta fundar.


7 Gránufélagsgata 26
Kynning á fyrirhugaðri byggingu leiguíbúða Akureyrarbæjar við Gránufélagsgötu 26.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið.