Húsnæðisnefnd

2988. fundur 06. febrúar 2002

Húsnæðisnefnd - Fundargerð
3. fundur 2002
06.02.2002 kl. 08:00 - 10:00
Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Alfreð Almarsson varaformaður
Páll Jóhannsson
Eygló Birgisdóttir
Einar Hjartarson
Halla M. Tryggvadóttir
Jón Heiðar Daðason
Anna Lísa Baldursdóttir fundarritari


1 Keilusíða 12D
Lagt fram kauptilboð í Keilusíðu 12D.
Samþykkt.


2 Viðbótarlán
Afgreiðsla umsókna um viðbótarlán.
Umsókn nr.:
02-012 samþykkt.
02-011 samþykkt.3 Uppreiknuð tekju- og eignamörk vegna viðbótarlána og félagslegra leiguíbúða
2001050115
Lagt fram erindi frá Félagsmálaráðuneytinu dags. 21. janúar 2002 þar sem tilkynnt er um hækkun á eigna- og tekjumörkum vegna viðbótarlána og félagslegra leiguíbúða í samræmi við ákvæði reglugerða nr. 395/2001 og nr. 873/2001.
Lagt fram til kynningar.


4 Undanþága
Ódagsett erindi frá Fasteignasölunni Byggð þar sem óskað er eftir undanþágu frá reglum um viðbótarlán vegna nýbyggingar.
Erindinu hafnað. Húsnæðisnefnd Akureyrar áréttar að afgreiðsla viðbótarláns fer ekki fram fyrr en fyrir liggur lokaúttekt án athugasemda.


5 Viðbótarlán til kaupa á íbúðarhúsnæði
2002020005
Erindi dags. 4. febrúar 2002 varðandi viðbótarlán til íbúðarkaupa.
Húsnæðisnefnd Akureyrar getur ekki tekið afstöðu til erindisins þar sem ekki liggja fyrir tilskilin gögn samkvæmt reglum húsnæðisnefndar um úthlutun viðbótarlána.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið.