Húsnæðisnefnd

3004. fundur 20. febrúar 2002

Húsnæðisnefnd - Fundargerð
4. fundur 2002
20.02.2002 kl. 08:00 - 09:00
Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Jóhann G. Sigurðsson formaður
Alfreð Almarsson
Páll Jóhannsson
Einar Hjartarson
Jóhanna Ragnarsdóttir
Halla M. Tryggvadóttir
Jón Heiðar Daðason
Anna Lísa Baldursdóttir fundarritari


1 Innleyst félagsleg íbúð
Lögð fram ósk um innlausn og tillaga að ráðstöfun félagslegrar íbúðar nr. 02-002.
Samþykkt að selja á frjálsum markaði.


2 Reglur Íbúðalánasjóðs um útreikning húsaleigu - 31. janúar 2002
2002020019
Erindi dags. 5. febrúar 2002 frá Íbúðalánasjóði varðandi endurskoðaðar samræmdar reglur Íbúðalánasjóðs um útreikning húsaleigu frá 31. janúar sl.
Lagt fram til kynningar.


3 Vaxtaákvarðanir og ný tekju- og eignamörk - 4. febrúar 2002
2001050115
Erindi frá Íbúðalánasjóði dagsett 4. febrúar 2002 þar sem kynntar eru vaxtaákvarðanir fyrir lán Íbúðalánasjóðs á árinu 2002, en fallið hefur verið frá vaxtahækkunum sem samþykktar voru á fundi sjóðsins 16. janúar síðast liðinn.
Lagt fram til kynningar.


4 Viðbótarlán
Afgreiðsla umsókna um viðbótarlán.
Umsókn nr.:
02-015 samþykkt.
02-017 samþykkt.
02-018 samþykkt.
02-019 samþykkt.
02-020 samþykkt.

Fundi slitið.