Húsnæðisnefnd

1903. fundur 27. júní 2001

Húsnæðisnefnd - Fundargerð
13. fundur 2001
27.06.2001 kl. 08:00 - 10:15
Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Alfreð Almarsson varaformaður
Eygló Birgisdóttir
Elín Antonsdóttir
Einar Hjartarson
Páll Jóhannsson
Halla Margrét Tryggvadóttir, fundarritari
Jón Heiðar Daðason


1 Smárahlíð 18 K
Lagt fram kauptilboð í Smárahlíð 18 K.
Samþykkt.


2 Tröllagil 23
Lagt fram kauptilboð í Tröllagil 23.
Samþykkt.


3 Beiðni um nafnaskipti
Lögð fram beiðni dags. 5. júní 2001 um nafnaskipti á félagslegri íbúð vegna skilnaðar.
Samþykkt.


4 Beiðni um nafnaskipti
Lögð fram ódags. beiðni um nafnaskipti á félagslegri eignaríbúð vegna skilnaðar.
Samþykkt.


5 Beiðni um kaup
Lagðar fram beiðnir um innlausn félagslegra íbúða.
Beiðnir nr. 01-023 og 01-024 Samþykktar.


6 Innleystar félagslegar íbúðir
Lögð fram tillaga að ráðstöfun innleystra íbúða.
Samþykkt að breyta íbúð nr. 01-023 í leiguíbúð á 1% vöxtum.
Samþykkt að selja íbúð nr. 01-024 á frjálsum markaði.


7 Þjónustugjöld
Lögð fram tillaga, með tilvísan til bókunar bæjarráðs frá 22. júní, um hækkun á gjaldskrá húsnæðisnefndar Akureyrar.
Samþykkt að hækka gjald fyrir leiguleyfi um 10% í kr. 2.750 frá 1. júlí 2001.


8 Húsnæðismál
2001060097
Erindi dags. 21. júní 2001 frá Búseta bsf. á Akureyri þar sem leitað er upplýsinga varðandi lánsheimildir frá Íbúðalánasjóði til byggingar leiguíbúða.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.


9 Viðbótarlán
Afgreiðsla umsókna um viðbótarlán
Umsókn nr:
01-087 Samþykkt.
01-090 Hafnað vegna núverandi tekna.
01-092 Samþykkt.
01-095 Hafnað vegna tekna.
01-096 Hafnað vegna tekna.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið.