Húsnæðisnefnd

1915. fundur 01. júní 2001

Húsnæðisnefnd - Fundargerð
11. fundur 2001
01.06.2001 kl. 08:00 - 09:30
Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Jóhann G. Sigurðsson formaður
Alfreð Almarsson
Eygló Birgisdóttir
Einar Hjartarson
Páll Jóhannsson
Halla Margrét Tryggvadóttir, fundarritari
Jón Heiðar Daðason


1 Heimild til veitingar viðbótarlána 2000
2000110055
Bréf dags. 15. mars 2001 móttekið 21. maí 2001 frá Íbúðalánasjóði vegna úthlutunar heimilda fyrir viðbótarlán á árunum 1999 og 2000.


2 Beiðni um nafnaskipti
Lögð fram beiðni dags. 22. maí 2001 um nafnaskipti á félagslegri eignaríbúð vegna sambúðarslita.
Samþykkt.


3 Breyting á tekju- og eignamörkum vegna viðbótarlána
2001050115
Erindi dags. 17. maí 2001 frá félagsmálaráðuneytinu varðandi reglugerð um breytingu á 5. og 6. gr. reglugerðar nr. 783/1998 um viðbótarlán. Ákvæði reglugerðarinnar koma til framkvæmda frá og með 1. júní 2001.4 Starfsreglur fyrir úthlutun viðbótarlána
2001040015
Lögð fram tillaga um breytingu á hámarksverði íbúða sbr. ákvæði í starfsreglum húsnæðisnefndar Akureyrar um endurskoðun hámarksverðs.
Samþykkt að hækka hámarksverð íbúða sem hér segir:
Fjölskyldustærð Hámarksverð kr.
1
7.000.000
2
8.000.000
3
9.000.000
4
10.000.000
5
11.000.000

Bæjarstjórn 12. júní 2001

5 Viðbótarlán
Afgreiðsla umsókna um viðbótarlán.
Umsókn nr. 01-082 Samþykkt.


6 Beiðni um undanþágu
Erindi dags. 25. maí 2001 þar sem óskað er eftir undanþágu frá ákvæði í starfsreglum húsnæðisnefndar Akureyrar um viðbótarlán.
Samþykkt að uppfylltum öðrum skilyrðum.


7 Viðbótarlán 2001
Lagðar fram tölulegar upplýsingar um úthlutanir nýrra viðbótarlána á árinu 2001. Búið er að úthluta kr. 90.012.000 frá áramótum sem er 33% af heimild ársins.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið.