Húsnæðisnefnd

2450. fundur 13. júní 2001

Húsnæðisnefnd - Fundargerð
12. fundur 2001
13.06.2001 kl. 08:00 - 09:45
Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Jóhann G. Sigurðsson formaður
Alfreð Almarsson
Jóhanna H. Ragnarsdóttir
Einar Hjartarson
Halla Margrét Tryggvadóttir fundarritari
Jón Heiðar Daðason


1 Forkaupsréttur
Erindi dags. 11. júní 2001 þar sem óskað er eftir að húsnæðisnefnd Akureyrar falli frá forkaupsrétti að Hjallalundi 9b.
Húsnæðisnefnd Akureyrar getur ekki orðið við erindinu þar sem það er ekki í samræmi við þær reglur um forkaupsrétt sem í gildi eru. Deildarstjóra húsnæðisdeildar falið að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.


2 Leiguleyfi
Erindi dags. 1. júní 2001 þar sem óskað er eftir leiguleyfi fyrir félagslega eignaríbúð umfram hámarks leigutíma.
Samþykkt leiguleyfi til 1. september 2002.


3 Hjallalundur 20, íbúð 205
Lagt fram kauptilboð í Hjallalund 20, íbúð 205.
Samþykkt.


4 Beiðni um kaup
Lagðar fram beiðnir um innlausn félagslegra íbúða.
Samþykktar beiðnir nr. 01-018, 01-019, 01-020, 01-021 og 01-022.


5 Innleystar félagslegar íbúðir
Lögð fram tillaga að ráðstöfun innleystra íbúða.
Samþykkt að selja á frjálsum markaði íbúðir nr. 01-018, 01-019, 01-020 og 01-021.


6 Viðbótarlán
Afgreiðsla umsókna um viðbótarlán.
Umsókn nr. 01-085 samþykkt.
Umsókn nr. 01-086 samþykkt.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið.