Húsnæðisnefnd

2471. fundur 10. janúar 2001

Húsnæðisnefnd - Fundargerð
1. fundur
10.01.2001 kl. 08:00 - 09:55
Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Alfreð Almarsson varaformaður
Eygló Birgisdóttir
Einar Hjartarson
Páll Jóhannsson
Elín Antonsdóttir
Halla Margrét Tryggvadóttir fundarritari
Jón Heiðar Daðason


1 Vextir viðbótarlána og lána til leiguíbúða 2001
2001010011
Borist hefur bréf dags. 28. desember 2000 frá Íbúðalánasjóði þar sem tilkynnt er um að vextir viðbótarlána verði hækkaðir úr 4.54% í 5.7% frá og með 3. janúar 2001. Vextir af lánum til leiguíbúða eru jafnframt hækkaðir í 4,9% frá sama tíma.
Húsnæðisnefnd Akureyrar mótmælir harðlega ákvörðun stjórnar Íbúðalánasjóðs um hækkun vaxta viðbótarlána og lána til kaupa á leiguíbúðum.
Bæjarstjórn 16.01.2001
Bæjarráð 25.1.2001


2 Breyting á reglugerð um húsaleigubætur
2000120071
Breyting á reglugerð nr. 4/1999 um húsaleigubætur, sbr. reglugerð nr. 9/2000 sem tók gildi 1. janúar 2001.3 Beiðni um kaup
Lagðar fram 2 beiðnir um kaup samkvæmt lista.
Samþykkt.


4 Ráðstöfun innleystra íbúða.
Lögð fram tillaga um að Skútagil 5, íbúð 202 og Móasíða 9C verði seldar á frjálsum markaði.
Samþykkt.


5 Tröllagil 14, íbúð 602
Lagt fram kauptilboð í Tröllagil 14, íbúð 602.
Samþykkt.

6 Leiguleyfi
Lagður fram listi yfir veitt leiguleyfi á árinu 2000.
Samþykkt.


7 Lán til leiguíbúða
Lagðar fram upplýsingar um nýtingu lána til leiguíbúða á árinu 2000. Eftirstöðvar lánsheimildar á 1% vöxtum eru kr. 30.800.000. Fengist hefur heimild Íbúðalánasjóðs til að nýta lánveitinguna á árinu 2001.
Samþykkt.


8 Viðbótarlán
Afgreiðsla umsókna um viðbótarlán:
Umsókn nr.
01-002 Samþykkt.
01-003 Samþykkt.
01-005 Hafnað.
Fundi slitið kl. 09.55.