Húsnæðisnefnd

2498. fundur 24. janúar 2001

Húsnæðisnefnd - Fundargerð
2. fundur 2001
24.01.2001 kl. 08:00 - 10:05


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Jóhann G. Sigurðsson, formaður
Alfreð Almarsson
Einar Hjartarsson
Jóhanna H. Ragnarsdóttir
Páll Jóhannsson
Halla Margrét Tryggvadóttir, fundarritari
Jón Heiðar Daðason


1 Íbúðalánasjóður - Lán til leiguíbúða á árinu 2001
2001010091
Erindi dags. 15. janúar 2001 frá Íbúðalánasjóði þar sem tilkynnt er að á fundi stjórnar Íbúðalánasjóðs hafi verið samþykkt að veita bæjarstjórn Akureyrar lán til leiguíbúða á árinu 2001 að fjárhæð 50.000.000 kr.
Þar sem vextir hafa hækkað úr 1% í 4,9% leggur Húsnæðisnefnd Akureyrar til að þessi lánsheimild verði ekki nýtt meðan starfshópur á vegum Félagsmálaráðuneytisins vinnur að tillögum um lagabreytingar á lánum til leiguíbúða. Gengi þessi vaxtahækkun eftir hefði það í för með sér verulega hækkun á leiguverði íbúða.
Bæjarráð 8. 2. 2001
Bæjarstjórn 20. 2. 2001


2 Lán til leiguíbúða - tillögur um breytingar á lögum og reglugerð
2001010068
Erindi dags. 12. janúar 2001 frá starfshópi skipuðum af félagsmálaráðherra, sem er að semja reglugerð við lög um húsnæðismál, "Lán til leiguíbúða". Starfshópurinn óskar eftir afstöðu Akureyrarbæjar til breytinga á reglugerð nr. 423/1999 um lánveitingar til leiguíbúða og breytinga á lögum nr. 44/1998 ef þörf er talin á endurskoðun laganna.
Húsnæðisnefnd Akureyrar leggur til að vextir vegna leiguíbúða verði áfram 1% til að sveitarfélögin eigi einhverja möguleika á að fjölga leiguíbúðum. Deildarstjóra húsnæðisdeildar falið að svara erindi ráðuneytisins.
Bæjarstjórn 20. 2. 20013 Beiðni um kaup
Lögð fram 1 beiðni um kaup samkvæmt lista.
Samþykkt.


4 Ráðstöfun innleystra íbúða
Lögð fram tillaga um að 1 íbúð skv. lista verði breytt í leiguíbúð á 1% vöxtum með nýtingu lánsheimildar frá fyrra ári.
Samþykkt.


5 Borgarsíða 11
Lagt fram kauptilboð í Borgarsíðu 11.
Samþykkt.


6 Kauptilboð í Skútagil 5, íbúð 202.
Lagt fram kauptilboð í Skútagil 5, íbúð 202.
Samþykkt.


7 Leiguíbúðir Akureyrarbæjar árið 2000
2001010102
Lögð fram greinargerð um úthlutun leiguíbúða og biðlista á árinu 2000.8 Fjöldi félagslegra íbúða.
Lagðar fram tölulegar upplýsingar um fjölda félagslegra íbúða 1. janúar 2001.


9 Viðbótarlán
Afgreiðsla umsókna um viðbótarlán:
Umsókn nr.
01-006 Synjað.
01-008 Samþykkt.
01-009 Samþykkt.
01-010 Samþykkt.
01-011 Samþykkt.
01-012 Samþykkt.10 Vaxtahækkun
Lögð fram greinargerð um áhrif hækkunar á vöxtum til leiguíbúða og hækkun vaxta viðbótarlána.

Fundi slitið kl. 10.05.