Húsnæðisnefnd

2542. fundur 07. mars 2001

Húsnæðisnefnd - Fundargerð
5. fundur 2001
07.03.2001 kl. 08:00 - 10:25
Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Jóhann G. Sigurðsson formaður
Alfreð Almarsson
Eygló Birgisdóttir
Einar Hjartarson
Páll Jóhannsson
Halla Margrét Tryggvadóttir fundarritari
Jón Heiðar Daðason


1 Erindi frá leigjanda
Bréf dags. 6. mars 2001 þar sem óskað er eftir heimild til að hýsa ættingja í leiguíbúð Akureyarbæjar á meðan leigjandi stundar vinnu í Reykjavík.
Hafnað.


2 Beiðni um nafnaskipti
Lögð fram beiðni dags. 14. febrúar 2001 um nafnaskipti á félagslegri eignaríbúð vegna skilnaðar.
Samþykkt með fyrirvara um samþykki Íbúðalánasjóðs.


3 Umsókn um viðbótarlán nr. 01-022
Erindi dags. 1. mars 2001 frá umsækjendum um viðbótarlán nr. 01-022 þar sem farið er fram á endurskoðun ákvörðunar húsnæðisnefndar Akureyrar frá 21. febrúar sl.
Húsnæðisnefnd Akureyrar sér ekki ástæðu til að breyta fyrri ákvörðun.


4 Viðbótarlán
Afgreiðsla umsókna um viðbótarlán.
Umsókn nr.
01-032 Samþykkt.
01-035 Samþykkt.
01-037 Hafnað vegna núverandi tekna.5 Búseti og Búmenn
Heimir Ingimarsson kynnti stöðu mála hjá Búseta og Búmönnum með mjög gagnlegu og fróðlegu erindi.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið.