Húsnæðisnefnd

2550. fundur 21. mars 2001

Húsnæðisnefnd - Fundargerð
6. fundur 2001
21.03.2001 kl. 08:00 - 09:45
Fundasalur á 1. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Jóhann G. Sigurðsson formaður
Alfreð Almarsson
Eygló Birgisdóttir
Einar Hjartarson
Páll Jóhannsson
Halla Margrét Tryggvadóttir fundarritari
Jón Heiðar Daðason


1 Víðilundur 8c
Lagt fram kauptilboð í Víðilund 8c.
Samþykkt.


2 Innlausn nr. 01-005
Lögð fram beiðni um nafnaskipti vegna greiðsluerfiðleika þ.e. íbúð verði afsalað aftur til annars eiganda (var seld nauðungarsölu) að uppfylltum skilyrðum húsnæðisnefndar Akureyrar og Íbúðalánasjóðs.
Samþykkt að uppfylltum settum skilyrðum.


3 Húsaleigubætur 2000
Lagðar fram tölulegar upplýsingar um greiddar húsaleigubætur á árinu 2000.
Umræðu frestað til næsta fundar.


4 Samningur við Intrum á Íslandi um innheimtu
Kynntar fyrirhugaðar breytingar á innheimtu húsaleigu.5 Greiðslur úr varasjóði viðbótarlána
Kynnt þau áhrif til lækkunar sem hærri eignarhluti seljanda hefur á greiðslur sem Akureyarabær fær úr varasjóði viðbótarlána, þegar félagsleg íbúð er seld á frjálsum markaði.
Frekari umræðu frestað til næsta fundar.


6 Umsókn um viðbótarlán nr. 01-022
Erindi dags. 16. mars 2001 frá umsækjendum um viðbótarlán nr. 01-022 þar sem ítrekuð er beiðni um endurskoðun ákvörðunar húsnæðisnefndar frá 21. febrúar sl. Meðfylgjandi eru gögn sem ekki lágu fyrir áður.
Yfirtaka samþykkt á grundvelli nýrra upplýsinga.


7 Umsókn um viðbótarlán nr. 01-037.
Erindi dags. 16. mars 2001 frá umsækjanda um viðbótarlán nr. 01-037 þar sem farið er fram á endurskoðun ákvörðunar húsnæðisnefndar Akureyrar frá 21. febrúar sl.
Samþykkt að veita viðbótarlán.


8 Viðbótarlán.
Afgreiðsla umsókna um viðbótarlán.
Umsókn nr. 01-040.
Samþykkt.


9 Brekkugata 21
Kynnt fyrirhugað niðurrif á Brekkugötu 21.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið.