Húsnæðisnefnd

2559. fundur 05. september 2001

Húsnæðisnefnd - Fundargerð
18. fundur 2001
05.09.2001 kl. 08:00 - 09:30
Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Jóhann G Sigurðsson formaður
Alfreð Almarsson
Einar Hjartarson
Páll Jóhannesson
Jóhanna H. Ragnarsdóttir
Halla M. Tryggvadóttir
Jón Heiðar Daðason
Anna Lísa Baldursdóttir fundarritari


1 Beiðni um kaup
Lagðar fram beiðnir um innlausnir félagslegra íbúða.
Samþykkt innlausn íbúða nr. 01-032 og 01-033.


2 Innleystar félagslegar íbúðir
Lagðar fram tillögur að ráðstöfun innleystra íbúða.
Samþykkt að selja 01-032 og 01-033 á frjálsum markaði.


3 Helgamagrastræti 53-203
Lagt fram kauptilboð í Helgamagrastræti 53-203.
Samþykkt.


4 Fagrasíða 5A
Lagt fram kauptilboð í Fögrusíðu 5A.
Samþykkt.


5 Beiðni um nafnaskipti
Lögð fram beiðni dags. 27. ágúst 2001 um nafnaskipti á félagslegri íbúð v/skilnaðar.
Samþykkt.


6 Viðbótarlán
Afgreiðsla umsókna um viðbótarlán.
01-130 samþykkt.
01-134 samþykkt.
01-136 hafnað af því hún uppfyllir ekki skilyrði um lágmarksfjárhæð láns.
01-138 samþykkt.7 Endurskoðun húsaleigubótaréttar
Bréf dags. 28. ágúst 2001 frá Arnþrúði Óskarsdóttur þar sem óskað er eftir endurskoðun á húsaleigubótarétti.
Ekki er hægt að verða við erindinu. Húsaleigubótafulltrúa falið að svara erindinu.


8 Beiðni um meðleigjanda.
Erindi dags. 3. september 2001 þar sem óskað er eftir samþykki fyrir að taka inn meðleigjanda í leiguíbúð Akureyrarbæjar.
Samþykkt til 1. september 2002.


9 Úthlutun viðbótarlána
Lagðar fram upplýsingar um úthlutun viðbótarlána það sem af er árinu.
Ráðstafað hefur verið 155 milljónum, eftir eru 116 milljónir af heimild ársins.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið.