Húsnæðisnefnd

2563. fundur 04. apríl 2001

Húsnæðisnefnd - Fundargerð
7. fundur 2001
04.04.2001 kl. 08:00 - 10:10
Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Jóhann G. Sigurðsson formaður
Alfreð Almarsson
Eygló Birgisdóttir
Einar Hjartarson
Páll Jóhannsson
Halla Margrét Tryggvadóttir fundarritari
Jón Heiðar Daðason


1 Tillaga til þingsályktunar um átak til að auka framboð á leiguhúsnæði
2001030157
Erindi dags. 23. mars 2001 þar sem Félagsmálanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um framboð á leiguhúsnæði, 512. mál.
Frestað til næsta fundar.


2 Beiðni um kaup
Lögð fram beiðni um innlausn félagslegrar íbúðar.
Beiðni nr. 01-009 samþykkt.


3 Innleystar félagslegar íbúðir
Lögð fram tillaga um ráðstöfun innleystra íbúða.
Selja á frjálsum markaði íbúð nr. 01-009. Samþykkt.
Selja á frjálsum markaði uppboðsíbúð nr. 01-010. Samþykkt.


4 Beiðni um flutning í stærri íbúð
2001010120
Beiðni frá fjölskyldudeild Akureyrarbæjar dags. 2. apríl 2001 þar sem óskað er eftir að keypt verði stærri íbúð fyrir leigjanda hjá Akureyarbæ.
Húsnæðisnefnd getur ekki orðið við erindinu þar sem hún hefur enga íbúð sem hentar.


5 Greiðslur úr Varasjóði viðbótarlána
Kynnt þau áhrif til lækkunar sem hærri eignarhluti seljanda hefur á greiðslur sem Akureyrarbær fær úr Varasjóði viðbótarlána, þegar félagsleg íbúð er seld á frjálsum markaði.
Húsnæðisnefnd telur óeðlilegt að með auknum eignarhluta seljanda aukist kostnaðarhlutur bæjarins og felur deildarstjóra húsnæðisdeildar að senda Varasjóði viðbótarlána, Landssamtökum húsnæðisnefnda og Sambandi íslenskra sveitarfélaga fyrirliggjandi dæmi þessu til rökstuðnings.6 Starfsreglur fyrir úthlutun viðbótarlána
2001040015
Lögð fram tillaga að endurskoðuðum reglum um úthlutun viðbótarlána.
Samþykkt.
Bæjarstjórn 24. 4. 20017 Viðbótarlán
Afgreiðsla umsókna um viðbótarlán.
Umsókn nr.
01-045 Synjað vegna hámarkskaupverðs.
01-042 Samþykkt.


8 Úthlutun viðbótarlána 2001
Lagðar fram tölulegar upplýsingar um úthlutun viðbótarlána á 1. ársfjórðungi 2001.
Fyrstu þrjá mánuði ársins 2001 hafa verið veitt 33 ný lán samtals að upphæð kr. 46.416.272
og samþykktar 12 umsóknir um yfirtöku eldri lána samtals að upphæð kr. 15.086.526.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið.