Húsnæðisnefnd

2579. fundur 18. apríl 2001

Húsnæðisnefnd - Fundargerð
8. fundur 2001
18.04.2001 kl. 08:00 - 09:40
Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Jóhann G. Sigurðsson formaður
Alfreð Almarsson
Eygló Birgisdóttir
Einar Hjartarson
Páll Jóhannsson
Halla Margrét Tryggvadóttir fundarritari
Jón Heiðar Daðason


1 Hámarkskaupverð
Erindi dags. 5. apríl 2001 þar sem óskað er eftir undanþágu frá hámarksverði vegna viðbótarláns.
Þar sem ekki liggur fyrir kauptilboð og greiðslumat getur húsnæðisnefnd Akureyrar ekki tekið afstöðu til erindisins.


2 Umsókn um viðbótarlán nr. 01-045
Erindi dags. 17. apríl 2001 frá umsækjendum um viðbótarlán nr. 01-045 þar sem farið er fram á að beiðni um undanþágu frá hámarkskaupverði, sem hafnað var á fundi 4. apríl 2001, verði tekin fyrir að nýju.
Húsnæðisnefnd Akureyrar hefur farið yfir framlögð gögn og sér ekki ástæðu til að breyta fyrri ákvörðun frá 4. apríl 2001.


3 Beiðni um kaup
Lagðar fram beiðnir um innlausn félagslegra íbúða.
Beiðni nr. 01-011 Samþykkt.
Beiðni nr. 01-012 Samþykkt.4 Innleystar félagslegar íbúðir
Lögð fram tillaga um ráðstöfun innleystra íbúða.
Samþykkt að breyta íbúð nr. 01-011 í leiguíbúð á 1% vöxtum.
Samþykkt að fresta ákvörðun um ráðstöfun íbúðar nr. 01-012.
Bæjarstjórn 8. maí 20015 Tillaga til þingsályktunar um átak til að auka framboð á leiguhúsnæði
2001030157
Erindi dags. 23. mars 2001 þar sem Félagsmálanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um framboð á leiguhúsnæði, 512. mál.
Húsnæðisnefnd Akureyrar lýsir yfir stuðningi við tillöguna enda miðar hún að því að leysa vanda þeirra fjölmörgu sem ekki geta leyst húsnæðisvanda sinn í núverandi kerfi. Því vonast húsnæðisnefnd Akureyrar eftir því að Alþingi finni lausn á þessum sívaxandi vanda.


6 Viðbótarlán
Afgreiðsla umsókna um viðbótarlán.
Umsókn nr. 01-051 samþykkt.
Umsókn nr. 01-053 samþykkt.
Umsókn nr. 01-054 samþykkt.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið.