Húsnæðisnefnd

2850. fundur 20. september 2001

Húsnæðisnefnd - Fundargerð
19. fundur 2001
20.09.2001 kl. 08:00 - 10:00
Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Alfreð Almarsson varaformaður
Elín Antonsdóttir
Páll Jóhannsson
Einar Hjartarson
Eygló Birgisdóttir
Halla M. Tryggvadóttir
Jón Heiðar Daðason
Anna Lísa Baldursdóttir fundarritari1 Lánveitingar til leiguíbúða
2001090037
Erindi dags. 11. september 2001 frá Íbúðalánasjóði þar sem óskað er eftir áætlun um byggingar eða kaup á leiguíbúðum ásamt upplýsingum um nýtingu á eldri lánsloforðum.
Samþykkt að endurnýja eldri lánsumsókn vegna ársins 2001 sem nýtt verður árið 2002 og að senda áætlun um lánsumsóknir fyrir árin 2003 og 2004 að upphæð kr. 50.000.000 hvort ár. Ekki verður sótt um ný lán vegna ársins 2002.
Bæjarráð 27. september 2001
Bæjarstjórn 2. október 2001
2 Heimild til ráðstöfunar viðbótarlána 2002
2001090039
Erindi dags. 11. september 2001 frá Íbúðalánasjóði þar sem athygli er vakin á því að umsóknarfrestur um heimild sveitarfélaga til að ráðstafa viðbótarlánum á árinu 2002 er til
1. október nk.
Samþykkt að sækja um 230.000.000 króna heimild til ráðstöfunar viðbótarlána á árinu 2002.
Bæjarráð 27. september 2001
Bæjarstjórn 2. október 20013 Melasíða 5e
Lagt fram kauptilboð í Melasíðu 5e.
Samþykkt.


4 Keilusíða 10A
Lagt fram kauptilboð í Keilusíðu 10A.
Samþykkt.


5 Beiðni um nafnaskipti
Lögð fram beiðni dags. 20. ágúst 2001 um nafnaskipti á félagslegri íbúð v/skilnaðar.
Samþykkt.


6 Viðbótarlán
Afgreiðsla umsókna um viðbótarlán.
Umsókn nr. 01-136 samþykkt.
Umsókn nr. 01-139 samþykkt.
Umsókn nr. 01-140 samþykkt.
Umsókn nr. 01-141 samþykkt.
Umsókn nr. 01-143 afgreiðslu frestað vegna skorts á gögnum.
Umsókn nr. 01-145 samþykkt.
Umsókn nr. 01-149 hafnað vegna núverandi tekna.
Umsókn nr. 01-146 hafnað af því að hún uppfyllir ekki skilyrði um lágmarksfjárhæð láns.


7 Undanþága
Erindi dags. 18. september 2001 þar sem óskað er eftir undanþágu frá reglu um úthlutun viðbótarlána sem segir að þrjú ár þurfi að líða milli lántöku.
Hafnað. Starfsmanni viðbótarlána falið að svara erindinu.


Fleira ekki gert.
Fundi slitið.