Húsnæðisnefnd

2874. fundur 03. október 2001

Húsnæðisnefnd - Fundargerð
20. fundur 2001
03.10.2001 kl. 08:00 - 10:00
Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Alfreð Almarsson varaformaður
Eygló Birgisdóttir
Einar Hjartarson
Elín Antonsdóttir
Páll Jóhannsson
Halla Margrét Tryggvadóttir
Jón Heiðar Daðason
Anna Lísa Baldursdóttir fundarritari


1 Beiðni um kaup
Lögð fram beiðni um innlausn félagslegra íbúða.
Samþykkt innlausn íbúða nr. 01-034 og 01-035.


2 Innleyst félagsleg íbúð
Lögð fram tillaga að ráðstöfun innleystrar íbúðar.
Samþykkt að selja á frjálsum markaði.


3 Helgamagrastræti 53c 302
Lagt fram kauptilboð í Helgamagrastræti 53c 302 og stæði í bílgeymslu nr. 4.
Samþykkt.


4 Fjölskyldustefna Akureyrarbæjar
Drög að fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar lögð fram til umsagnar.
Frestað til næsta fundar.


5 Ólögleg leiga
Lögð fram tillaga að endurskoðun á reglum um leiguleyfi og ólöglega leigu.
Samþykkt að starfsfólk sendi eigendum félagslegra eignaríbúða bréf með upplýsingum.


6 Reglur um úthlutun leiguíbúða
Lagðir fram minnispunktar vegna endurskoðunar á reglum um úthlutun leiguíbúða.
Starfsmanni falið að vinna að breytingatillögum á reglum um úthlutun leiguíbúða í samvinnu við félagsmálaráð.


7 Viðbótarlán
Afgreiðsla umsókna um viðbótarlán.
01-143 samþykkt.
01-146 samþykkt.
01-150 samþykkt.8 Fagrasíða 5a
Lagt fram kauptilboð i Fögrusíðu 5a.
Samþykkt.


9 Beiðni um undanþágu frá reglum um viðbótarlán
Erindi dags. 28. september 2001 þar sem óskað er eftir undanþágu frá reglu um úthlutun viðbótarlána sem segir að þrjú ár þurfi að líða milli lántöku.
Hafnað. Starfsmanni falið að svara erindinu.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið.