Húsnæðisnefnd

2909. fundur 14. nóvember 2001

Húsnæðisnefnd - Fundargerð
23. fundur 2001
14.11.2001 kl. 08:00 - 10:15
Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Jóhann Sigurðsson formaður
Alfreð Almarsson
Páll Jóhannsson
Eygló Birgisdóttir
Björn Snæbjörnsson
Halla M. Tryggvadóttir, fundarritari
Jón Heiðar Daðason


1 Beiðni um kaup
Lagðar fram beiðnir um innlausn 2 félagslegra íbúða.
Samþykkt innlausn íbúða nr. 01-038 og 01-039.


2 Innleystar félagslegar íbúðir
Lögð fram tillaga að ráðstöfun innleystra íbúða.
Samþykkt að selja íbúðir nr. 01-038 og 01-039 á frjálsum markaði.


3 Aðalfundur Landssambands húsnæðisnefnda
2001110022
Lögð fram dagskrá aðalfundar Landssambands húsnæðisnefnda sem haldinn verður að Hlégarði, Mosfellsbæ 16. nóvember 2001.


4 Hjallalundur 9b
2001100060
Erindi dags. 15. október 2001 frá Lögmannsstofunni varðandi forkaupsrétt á Hjallalundi 9b.
Deildarstjóra húsnæðisdeildar falið að svara erindinu í samráði við bæjarlögmann.


5 Viðbótarlán
Afgreiðsla umsókna um viðbótarlán.
Umsókn nr.
01-165 Synjað.
01-167 Samþykkt.
01-168 Samþykkt.
01-170 Samþykkt.
01-171 Frestað.
01-172 Samþykkt.
01-173 Synjað.
01-174 Samþykkt.
01-175 Samþykkt viðbótarlán að upphæð kr. 2.750.000.
01-177 Samþykkt.


6 Snægil 15
Lagt fram kauptilboð í Snægil 15, íbúð 202.
Samþykkt.


7 Önnur mál
Lagt fram stöðumat byggingafulltrúa á íbúð í nýbyggingu.
Viðbótarlánafulltrúa falið að ítreka við lánsumsækjanda að viðbótarlán til nýbyggingar er samkvæmt starfsreglum húnæðisnefndar Akureyrar ekki afgreitt fyrr en fyrir liggur lokaúttekt án athugasemda frá byggingafulltrúa Akureyrar.

Fundi slitið.