Húsnæðisnefnd

1792. fundur 18. júlí 2000

Húsnæðisnefnd 18. júlí 2000.


14. fundur.

Ár 2000, þriðjudag 18. júlí kom húsnæðisnefnd Akureyrar saman til fundar að Geislagötu 9.
Mætt voru: Jóhann G. Sigurðsson, Alfreð Almarsson, Einar Hjartarson, Jóhanna Ragnarsdóttir og Guðríður Friðriksdóttir.

Þetta gerðist:

1. Bréf hefur borist frá leigjanda hjá Akureyrarbæ dags. 13.07.2000 þar sem óskað er eftir að dóttir ásamt barni, flyti inn á viðkomandi til 31.07.2001. Samþykkt.

2. Bréf hefur borist þar sem óskað er eftir framlengingu á leiguleyfi, dags. 24.06.2000. Samþykkt að framlengja leyfið um eitt ár.

3. Beiðnir um nafnaskipti frá 3 aðilum samþykktar.

4. Beiðnir um kaup á eftirtöldum íbúðum: Melasíðu 3 401, Lindasíðu 4 601 og Múlasíðu 7b 102. Samþykkt.

5. Húsnæðisnefnd samþykkir að kaupa Múlasíðu 7b 102 og nýta sem leiguíbúð á 1% vöxtum.

6. Kauptilboð í Skútagil 5 201, Litluhlíð 5d og Lindasíðu 4 601 samþykkt.

7. Einni umsókn um viðbótarlán hafnað þar sem kauptilboð liggur ekki fyrir og eignamörk eru fyrir ofan viðmiðunarmörkum.

8. 7 umsóknir um viðbótarlán samþykktar.

9. Fjármagn til viðbótarlána, rætt um að sækja um til Íbúðalánasjóðs. kr. 70.000.000.- samþykkt þar sem sýnt er að núverandi lánsloforð verða uppurinn í september n.k.

10. Rætt um tilboð frá fasteignasölum um sölu á félagslegum íbúðum á frjálsum markaði.
        Samþykkt að taka tilboði frá Fasteignasölunni Holti. Húsnæðisnefnd felur formanni
        nefndarinnar og deildarstjóra að undirrita samning þar um.

Fleira ekki gert.


Jóhann G. Sigurðsson Guðríður Friðriksdóttir
Alfreð Almarsson Jón Heiðar Daðason sat fundinn undir 7. - 10. lið
Einar Hjartarson
Jóhanna Ragnarsdóttir Ari Jóhann Sigurðsson
-fundarritari-