Húsnæðisnefnd

1793. fundur 08. ágúst 2000

Húsnæðisnefnd 8. ágúst 2000.

16. fundur.

Ár 2000, þriðjudaginn 8. ágúst kom húsnæðisnefnd Akureyrar saman til fundar að
Geislagötu 9.
Mætt voru: Jóhann G. Sigurðsson, Alfreð Almarsson, Einar Hjartarson, Gísli Kr. Lórenzson, Eygló Birgisdóttir og Jón Heiðar Daðason.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf þar sem óskað er umsagnar um hugsanlegt viðbótarlán.
Starfsmanni húsnæðisnefndar falið að svara bréfinu.

2. Fimm umsóknir um viðbótarlán samþykktar.

3. Einni umsókn um viðbótarlán hafnað vegna of hárra tekna.

4. Kauptilboð í Keilusíðu 7G og Vestursíðu 28 - 202 samþykkt.

5. Lagt fram sundurliðað yfirlit vegna veittra viðbótarlána það sem af er árinu, samanborið við árið 1999.


Fleira ekki gert.

Jóhann G. Sigurðsson Jón Heiðar Daðason
Alfreð Almarsson Ari Jóhann Sigurðsson
Einar Hjartarson - fundarritari -
Gísli Kr. Lórenzson
Eygló Birgisdóttir