Húsnæðisnefnd

1794. fundur 06. september 2000

Húsnæðisnefnd 6. september 2000.


18. fundur.

Ár 2000, þriðjudaginn 6. september kom húsnæðisnefnd Akureyrar saman til fundar að Geislagötu 9.
Mætt voru: Jóhann G. Sigurðsson, Eygló Birgisdóttir, Alfreð Almarsson, Gísli Kr. Lórenzson, Einar Hjartarson, Guðríður Friðriksdóttir og Jón Heiðar Daðason.

Þetta gerðist:

1. Beiðni um kaup á Melasíðu 1-304.
Samþykkt. Ákveðið að selja hana á frjálsum markaði.
    Beiðni um kaup á Fögrusíðu 15c.
    Samþykkt með fyrirvara. Ákveðið að selja íbúðina á frjálsum markaði.

    Beiðni um kaup á Keilusíðu 11b.
    Samþykkt. Ákveðið að breyta íbúðinni í leiguíbúð Akureyrarbæjar á 1% vöxtum.

    Beiðni um kaup á Melasíðu 4g.
    Samþykkt. Ákveðið að breyta íbúðinni í leiguíbúð Akureyrarbæjar á 1% vöxtum.


2. Ákveðið að selja Vestursíðu 10-202 á frjálsum markaði.

3. Beiðni um nafnaskipti á félagslegri íbúð ..............
Samþykkt með fyrirvara um samþykki Íbúðalánasjóðs.

4. Samþykkt kauptilboð í Melasíðu 3-405, Keilusíðu 12h og Vestursíðu 1c.

5. Bréf dags. 16. ágúst s.l.frá Íbúðalánasjóði vegna umsóknar um fjármagn til leiguíbúða og viðbótarlána á næsta ári.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

6. Farið var yfir niðurgreiðslu á verði félagslegra íbúða við sölu á almennum markaði. Fram kom að kostnaður við sölu íbúðanna á árinu 1999 var um 50 milljónir kr. Varasjóðurinn hefur greitt inn 35 milljónir kr. vegna ársins 1999. Kostnaður og afskriftir á íbúð var um kr. 1.150.000 á íbúð. Seldar voru 34 íbúðir. Fyrstu sjö mánuði þessa árs voru seldar 28 íbúðir á frjálsum markaði. Afskriftir og kostnaður við sölu var um 30.5 milljónir eða um kr. 1.1 milljón á íbúð. Ekki hefur verið tekið tillit til affalla húsbréfa í þessum útreikningum þar sem varasjóður hefur ekki samþykkt að taka þátt í þeim. Ljóst er að hér er um verulegan kostnað að ræða þar sem ávöxtunarkrafa og þar með afföll hefur verið há mestan hluta ársins. Engin greiðsla hefur borist frá varasjóði fyrir árið 2000. Á árinu 2000 er búið að breyta 12 innkaupsíbúðum í leiguíbúðir. Eru þær allar keyptar inn á innlausnarverði og lánað til þeirra með 1% vöxtum.

7. Umsókn um viðbótarlán - hafnað.
    Umsókn um viðbótarlán - samþykkt.
    Umsókn um viðbótarlán samþykkt með fyrirvara.

8. Lögð var fram greinargerð um stöðu viðbótarlána á árinu 2000. Veitt voru lán til kaupa á:
2 herb. íbúðum 28% lána.
3 herb. íbúðum 39% lána.
4 herb. íbúðum 22% lána.
5 herb. íbúðum og stærri 11% lána.
    Húsnæðisnefnd hefur samþykkt lánveitingu vegna 148 íbúða samtals að upphæð um
    kr. 215.6 milljónir króna. Meðalupphæð viðbótarláns er um kr. 1.500.000 það sem liðið er af árinu.


Fleira ekki gert.


Alfreð Almarsson Jón Heiðar Daðason
Jóhann G. Sigurðsson Guðríður Friðriksdóttir
Gísli Kr. Lórenzson - fundarritari -
Eygló Birgisdóttir
Einar Hjartarson