Húsnæðisnefnd

1978. fundur 18. janúar 2000

Húsnæðisnefnd 18. janúar 2000.
2. fundur.


Ár 2000, þriðjudaginn 18. janúar kom húsnæðisnefnd Akureyrar saman til fundar að Geislagötu 9.
Mætt voru: Jóhann Sigurðsson, Alfreð Almarsson, Eygló Birgisdóttir, Gísli Kr. Lórenzson, Einar Hjartarson, Halla Margrét Tryggvadóttir og Jón Heiðar Daðason.

Þetta gerðist:

  1. Borist hefur bréf frá Byggðastofnun um jöfnun húshitunarkostnaðar.
  2. Borist hefur bréf skv. lista, þar sem óskað er eftir að húsnæðisnefnd hlutist til um úthlutun leiguíbúðar.
  Þar sem húsnæðisnefnd sér ekki um úthlutun leiguíbúða vísar nefndin til úthlutunarnefndar um leiguíbúðir.
  3. Erindi frá fasteignasölunni Byggð um undanþágu á afgreiðslu viðbótarlána vegna íbúða skv. lista samþykkt. Jafnframt er forstöðumanni húsnæðisdeildar og formanni húsnæðisnefndar falið að svara þeim alvarlegu ásökunum sem fram koma í fyrrnefndu erindi.
  4. Borist hefur bréf skv. lista vegna undanþágu á afgreiðslu viðbótarláns og er hún samþykkt.
  5. Borist hefur umburðarbréf frá félagsmálaráðuneytinu um breytingu á reglugerð um húsaleigubætur nr. 4 frá 1999.
  6. Beiðni um kaup á eftirtöldum íbúðum samþykkt:
  Vestursíðu 28-201, Drekagili 28-503, Melasíðu 3-202, Vestursíðu 28-301, Fögrusíðu 11B.
  7. Samþykkt að selja Vestursíðu 28-201, Drekagil 28-503, Melasíðu 3-202, Vestursíðu 28-301 og Fögrusíðu 11B á frjálsum markaði.
  8. Samþykkt að veita tveimur aðilum viðbótarlán skv. lista.
  9. Tveimur umsóknum skv. lista synjað um viðbótarlán.

Fleira ekki gert.

Jóhann Sigurðsson
Alfreð Almarsson
Eygló Birgisdóttir
Gísli Kr. Lórenzson
Einar Hjartarson
Jón Heiðar Daðason
Halla Margrét Tryggvadóttir
Anna Lísa Baldursdóttir
- fundarritari -