Húsnæðisnefnd

1979. fundur 01. febrúar 2000

Húsnæðisnefnd 1. febrúar 2000.
3. fundur.


Ár 2000, þriðjudaginn 1. febrúar kom húsnæðisnefnd Akureyrar saman til fundar að Geislagötu 9.
Mætt voru: Jóhann Sigurðsson, Alfreð Almarsson, Eygló Birgisdóttir, Gísli Kr. Lórenzson, Einar Hjartarson og Dan Jens Brynjarsson.

Þetta gerðist:

  1. Borist hefur bréf frá samráðsnefnd um húsnæðismál, dags. 19.01. 2000, um reglur húsnæðisnefndarinnar og gjaldskrá.

   Starfsmanni húsnæðisdeildar er falið að svara fyrirspurninni.
  2. Borist hefur bréf frá Íbúðalánasjóði um vanrækt viðhald á uppboðsíbúðum og reglur um uppgjör húsnæðisnefnda en hann hafði áður boðað til fundar um málin.

   Starfsmanni húsnæðisdeildar er falið að óska eftir frekari skýringum og rökstuðningi á reglum um uppgjör húsnæðisnefnda um nauðungarsölu.
  3. Bréf hefur borist skv. lista þar sem umsækjendur óska eftir að húsnæðisnefnd endurskoði synjun sína um viðbótarlán.

   Nefndin samþykkir þau rök sem þar koma fram og samþykkir að veita þeim viðbótarlán.
  4. Beiðni um kaup á einni íbúð samþykkt.
  5. Samþykkt að selja Melasíðu 4I-303 á frjálsum markaði.
  6. Kauptilboð í Melasíðu 5J og Melasíðu 3-301 samþykkt.
  7. Samþykkt að veita einum aðila viðbótarlán vegna einnar íbúðar, Jón Heiðar Daðason sat fundinn undir þessum lið.

Fleira ekki gert.

Jóhann Sigurðsson
Alfreð Almarsson
Eygló Birgisdóttir
Gísli Kr. Lórenzson
Einar Hjartarson
Dan Jens Brynjarsson
Anna Lísa Baldursdóttir
-fundarritari-